Beint í efni

Rúmlega 100 Íslendingar fara á Agrómek 2006

13.01.2006

Agrómek landbúnaðarsýningin í Danmörku hefst mánudaginn 16. janúar og stendur fram að helgi. Fjölmargir Íslendingar fara á sýninguna m.a. 66 í hina árlegu „Agrómekferð“ sem nú verður farin í 9. skipti. Þá fara um 30 bændur með fyrirtækinu Vélaveri og auk þess fara alltaf margir á eigin vegum. Nánar er hægt að lesa um 9. Agrómekferðina með því að smella hér.