Rúm 10% mjólkurinnar fengin með mjaltaþjónum!
03.11.2005
Í skýrslu Lk um þróun fjósgerða á Íslandi síðustu tvö ár, sem kemur út miðvikudaginn 9. nóvember (vefrit), kemur m.a. fram að 10,6% greiðslumarks mjólkur árið 2005 er hjá kúabændum sem eru með mjaltaþjóna og hefur þetta hlutfall vaxið úr 2,7% á einungis tveimur árum. Jafnframt hefur
mjólkurframleiðslan færst að stórum hluta úr básafjósum í legubásafjós, en árið 2003 var mjólkurframleiðsla í legubásafjósum 21,5% af heildarframleiðslunni en árið 2005 er hlutfallið komið í 34,9% (miðað við greiðslumark).