Beint í efni

Risi á ferskvörumarkaði mjólkurvara?

02.12.2010

Forsvarsmenn franska afurðafyrirtækisins Yoplait, sem er þekkt um allan heim fyrir jógúrtframleiðslu sína, hafa nú opinberlega upplýst um samstarfsvilja afurðastöðvarinnar við Nestlé – lang stærsta fyrirtækis heimsins í mjólkurafurðavinnslu. Yoplait hefur á liðnum árum vaxið jafnt og þétt og í tengslum við áform um uppbyggingu framleiðslustöðva í bæði Kína og Indlandi fara hagsmunir fyrirtækisins og Nestlé saman, samkvæmt

forsvarsmönnum Yoplait.

 

Byggir sú skoðun m.a. á þeirri staðreynd að Danone er með mun sterkari markaðsstöðu en Yoplait og það bil mun vart minnka nema Yoplait sameini krafta sína með öðrum aðilum á markaðinum.
 

Yoplait státar af því að i dag að vera í öðru sæti yfir mest seldu vörumerkin innan ferskvörumarkaðar mjólkurvara. Afurðastöðin er sem fyrr segir frönsk og var stofnuð 1964 sem framleiðenda samvinnufélag rúmlega 100.000 franskra kúabænda.

 

Eigendurnir höfnuðu fyrir stuttu yfirtökutilboði frá öðru stóru frönsku afurðafyrirtæki, Lactalis, en tilboð þess hljóðaði upp á 1,4 milljarða Evra eða rétt um 215 milljarða íslenskra króna.

 

Í dag er Yoplait í sölu í yfir 50 löndum og hjá fyrirtækinu starfa um 1.500 manns. Ársvelta fyrirtækisins í fyrra vor 3,5 milljarðar Evra eða um 540 milljarðar íslenskra króna.