Beint í efni

Risavaxið verkefni á íslenskan mælikvarða

30.03.2023

Þorvaldur Arnarsson, verkefnisstjóri hjá Landeldi, fjallaði í erindi sínu á setningu Búnaðarþings um samstarfsverkefni þeirra og fleiri hagaðila, meðal annars Bændasamtakanna, um endurnýtingu á eldisúrgangi og búfjárúrgangi. Beðið er svara frá Evrópusambandinu hvort styrkveiting fáist til þess að verkefnið raungerist hér á landi en sótt var um styrkinn síðastliðið haust.

Verði af styrkveitingunni hefst í framhaldinu vinna við undirbúning að búa til áburð úr lífrænum úrgangi. Þá verða aðilarnir, sem að verkefninu koma, nokkrum skrefum nær í átt að hringrásarhagkerfinu og jafnvel að jákvæðu umhverfisspori sinna fyrirtækja, til að mynda í landeldi. Verkefnið er gríðarlega stórt og flókið segir Þorvaldur þar sem mikilvægt sé að allir aðilar standi saman í góðu samtali við stjórnvöld.