Risasamruni í sláturgeiranum á Norðurlöndum framundan?
27.01.2003
Stærstu sláturleyfishafar í Danmörku og Svíþjóð, Danish Crown og Swedish Meats, eru á leið í eina sæng ef heimild til samruna fæst. Hið nýja sameinaða sláturfélag verður á stærð við stærstu sláturleyfishafa í Bandaríkjunum, með um 600 milljarða íslenskra króna í veltu og um 28 þúsund starfsmenn.
Talið er að ef af samrunanum verði, þá muni fyrirtækið geta veitt stórum Bandarískum fyrirtækjum á sama markaði harða samkeppni. Danir og Svíar hafa góða reynslu af samrekstri landbúnaðarfyrirtækja, en mjólkurrisinn Arla Foods er einmitt í eigu bænda í báðum þessu löndum.