Beint í efni

Risa kúabú rísa í Kína

21.11.2011

Eins og margoft hefur verið sagt frá hér á naut.is er mikil ásókn í mjólk og mjólkurvörur í Kína samhliða breyttum lífsvenjum og bættum hag fólk þar í landi. Þessi ásókn hefur kallað á miklar fjárfestingar í kúabúskap og á meðan meðalaukning mjólkurframleiðslu í öðrum löndum hefur verið 1,5% á ári sl. 10 ár hefur aukningin verið heil 20% í Kína!
 

Nú bæta Kínverjar enn í og afurðafélagið Mengniu hyggst tvöfalda innvigtun mjólkur en þessi tíðindi komu fram á IDF ráðstefnunni sem haldin var í Parma nýverið. Nú þegar hefur félagið fjárfest fyrir u.þ.b. 55 milljarða króna í uppbyggingu á 14 stórbúa með 10 þúsund kýr á hverju þeirra! Á næstu fimm árum ætlar félagið að fjárfesta enn frekar í fleiri slíkum stórbúum og byggja upp 20-30 slík bú til viðbótar.

 

Í dag er Kína þriðja stærsta mjólkurframleiðsluland heims með 37 milljarða lítra framleiðslu á ári en 78% þessa mikla mjólkurmagns kemur frá sk. risabúum, eða búum með tug þúsundir kúa á hverju þeirra/SS.