
Ríkisstjórnin samþykkir að bæta kal- og girðingatjón
14.10.2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt til í ríkisstjórn að Bjargráðasjóði verði tryggt aukið fjármagn á þessu ári vegna óvenju mikilla kal- og girðingatjóna síðasta vetur.
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að vísa málefnum sjóðsins til vinnslu frumvarps til fjáraukalaga 2020.
Samanlagt tjón metið á 960 milljónir króna
Kal- og girðingatjón er metið á 960 milljónir - um 800 milljóna króna kaltjón og 160 milljóna króna girðingatjón. Bjargráðasjóður er í dag sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins en var til ársins 2016 að jöfnu í sameign ríkisins og Bændasamtaka Íslands.
Umóknir um bætur voru 211 vegna kaltjóns en 74 um bætur vegna girðingtjóns, en umsóknarfrestur var til 1. október. Gert er ráð fyrir að umsóknar verði afgreiddar í nóvember og þær greiddar út fyrir árslok.
Umsóknirnar skiptast þannig eftir landsvæðum
Bætur vegna kaltjóns
Svæði |
Umsóknir |
Kalnir hektarar |
Hlutfall ræktarlands umsækjenda |
Húnaþing og Strandir |
34 |
445 |
25,5% |
Skagafjörður |
21 |
304 |
21,7% |
Eyjafjörður |
18 |
389 |
30,4% |
Suður-Þingeyjarsýsla |
63 |
1.789 |
55,7% |
Norður-Þingeyjarsýsla |
27 |
593 |
48% |
Austurland |
48 |
1.175 |
48,4% |
Alls |
211 |
4.695 |
41,5% |
Bætur vegna girðingatjóns
Svæði |
Umsóknir |
Kílómetrar |
Húnaþing og Strandir |
19 |
50,2 |
Skagafjörður |
15 |
24 |
Eyjafjörður |
12 |
36,1 |
Suður-Þingeyjarsýsla |
15 |
34,8 |
Noður-Þingeyjarsýsla |
5 |
31,2 |
Austurland |
2 |
3 |
Suðurland |
6 |
15,7 |
Alls |
74 |
195 |