Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ríkið og Félagsstofnun Stúdenta kaupa Hótel Sögu

20.12.2021

Undirritaður hefur verið samningur um kaup ríkisins og Félagsstofnunar stúdenta á fasteign Bændahallarinnar ehf. við Hagatorg í Reykjavík, en það félag er í eigu Bændasamtaka Íslands.

Í Bændahöllinni fór starfsemi Hótel Sögu fram um áratuga skeið.  Hótelinu var hins vegar endanlega lokað í nóvember 2020.  Hafa samningaviðræður um sölu á fasteigninni staðið lengi yfir.

Með kaupum ríkissjóðs og Félagsstofnunar stúdenta mun hlutverk þessa sögufræga húss nú breytast.

Í stað hótelstarfsemi verður hluti þess nú nýttur undir starfsemi Háskóla Íslands en auk þess mun Félagsstofnun stúdent nýta húsið undir stúdentaíbúðir.

Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis en heimild til kaupanna var staðfest með samþykkt fjáraukalaga í gærkvöldi.

Afhending hússins mun fara fram á næstu vikum og mánuðum.