Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Rigning seinkar sáningu á soja og maís

07.01.2013

Gríðarlega mikil rigning í Argentínu um jólin gerði það að verkum að sáningu á maís og soja frestaðist verulega þar í landi, en Argentína er stærsti útflytjandi heimsins á soja og næst stærsti útflytjandinn á maís. Á aðfangadag og jóladag var úrkoman 100 mm sem gegnvætti allan jarðveg og var ekki nokkru tæki mögulegt að fara um akrana vegna aurbleytu. Í fyrra var staðan allt önnur og var þá mögulegt að sá heldur fyrr og er munurinn núna kominn í 20% frávik, þ.e. sáningin í ár er 20% á eftir sáningunni í fyrra.
 
Vegna seinkunarinnar eru þegar hafnar vangaveltur um það hvort það náist að framleiða nóg af soja og maís í ár í heiminum til þess að sinna eftirspurninni, en verði einhver vafi á því má fastlega gera ráð fyrir því að kornverð taki enn eitt verðstökkið upp á við með tilheyrandi áhrifum á aðrar vörur/SS.