Beint í efni

Ríflega 30% hækkun á kjarnfóðri það sem af er ári

08.07.2008

Bústólpi ehf á Akureyri hækkar verð á kjarnfóðri um 4-5% frá og með deginum í dag. Yfirlit yfir verðlista kjarnfóðursala má sjá hér. Eins og sjá má á línuritinu hér að neðan, hefur meðalverð á 16% blöndu með fiskimjöli hækkað um 31% það sem af er ári og meðalverð á 16% blöndu, án fiskimjöls hefur hækkað um 35%. Gefnar ástæður eru lækkun á gengi og hækkun á hráefni.

Meðalverð á fiskimjölsblöndum er reiknað út frá verði á Alhliðablöndu frá Bústólpa, Kúakögglum 16 frá Fóðurblöndunni og Góðnyt K-16 frá Líflandi. Á þeim fiskimjölslausu er miðað við DK-16 frá Bústólpa og Fóðurblöndunni og Sparnyt 16 frá Líflandi. Verð miðast við bestu kjör, þ.e. magn- og staðgreiðsluafslátt.