Beint í efni

Rífandi hagnaður hjá Fonterra

30.09.2011

Eins og naut.is hefur greint frá á liðnum vikum hafa flest af stærstu afurðafélögum heims í mjólkuriðnaði birt hálfs árs uppgjör sín en í síðustu viku birti Fonterra í Nýja-Sjálandi ársuppgjör félagsins! Ástæðan fyrir birtingu ársuppgjörs felast einfaldlega í því að rekstrarár félagsins er frá 1. ágúst til 31. júlí.
 
Helstu niðurstöður eru þær að hagnaður félagsins jókst um 13% frá fyrra ári og var alls 771 milljón NZD eða um 75 milljarðar íkr. Þá varð veltuaukningin á milli ára heil 19,9% og var heildarveltan 19,9 milljarðar NZD eða um 1.944 milljarðar íslenskra króna! Þetta risafyrirtæki Nýsjálenskra kúabænda stendur afar vel og er eiginfjárhlutfall þess 41,8%. Félagið safnaði alls 1.346 milljón kg af verðefnum mjólkur á síðasta rekstrarári sem er 5% meira en árið á undan. Mest af þessari mjólk fór svo til útflutnings en heildarútflutningur Fonterra frá Nýja-Sjálandi nam 2,1 milljón tonnum til yfir 100 landa, sem einnig er nýtt met hjá félaginu/SS.