Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Reynslumeiri aðstoða þá reynsluminni

31.05.2016

Í Nýja-Sjálandi var komið á koppinn áhugaverðu verkefni fyrir nokkrum árum en þá var auglýst eftir áhugasömum reynslumiklum kúabændum sem væru tilbúnir að aðstoða reynsluminni bændur við að ná tökum á búskapnum. Í upphafi tóku fáir þátt í þessu verkefni en í dag hafa 420 bændur skráð sig sem tilbúna í það að hjálpa öðrum starfsfélögum sínum.

 

Verkefnið gengur út á það að tengja saman kúabændur sem eru með sambærileg bú en hafa ólíka afkomu eða með ólíkar rekstrarniðurstöður. Hugmyndin á bak við þetta verkefni er að nýta hina reyndari bændur sem einskonar ráðunauta og þrátt fyrir að kúabændur landsins búi í dag við afar erfið ytri skilyrði, vegna lágs afurðastöðvaverðs, hafa margir bændur verið tilbúnir til þess að gefa af sér og gera sitt til þess að aðrir geti lært af þeim. Einkar áhugavert í alla staði/SS.