
Réttardagarnir haustið 2010
24.08.2010
Hér á vefnum eru birtar upplýsingar um réttardagana haustið 2010 eins og fyrri ár. Það er Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands sem tekið hefur saman lista yfir helstu fjár- og stóðréttir haustsins og er hann leiðréttur miðað við nýjustu upplýsingar hverju sinni. Athugið að tímasetningar eru afar mismunandi og gott ráð fyrir gesti að hafa samband við heimamenn áður en haldið er í réttir.
Nokkrar breytingar hafa orðið á tímasetningum fjárrétta haustsins. Þær eru helstar að breytingar hafa orðið á dagsetningum þriggja rétta á Langanesi. Hallgilsstaðarétt verður 10. september, Ósrétt verður 9. september og Tunguselsrétt 14. september. Þá hefur Grafarrétt í Skaftártungu verið frestað um viku og verður hún 18. september.
Forsvarsmenn sveitarfélaga eru hvattir til að hafa samband við Bændasamtökin í síma 563-0300 ef koma þarf á framfæri leiðréttingum. Einnig er fólk hvatt til að láta vita ef einhverjar réttir vantar inn á þennan lista.
Bændasamtökin vilja brýna fyrir vegfarendum að fara varlega í umferðinni á næstunni og sýna tillitssemi enda má búast við því að víða verði rekstrar, bæði fjár og hrossa, á vegum næstu vikur.
Fjárréttir haustið 2010
Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardag 4. sept.
Árhólarétt í Unadal, Skag. laugardag 4. sept.
Árskógsrétt á Árskógsströnd, Eyf. laugardag 11. sept.
Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, S.-Þing. sunnudag 29. ágúst
Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. sunnudag 19. sept.
Brekkurétt í Saurbæ, Dal. sunnudag 19. sept.
Deildardalsrétt í Skagafirði sunnudag 4. sept.
Fellsendarétt í Miðdölum sunnudag 19. sept.
Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. laugardag 18. sept.
Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. sunnudag 19. sept.
Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. laugardag 11. sept.
Flókadalsrétt í Fljótum, Skag. laugardag 11. sept.
Fossrétt á Síðu, V.-Skaft. föstudag 10. sept.
Fossvallarétt v/Lækjarbotna, (Rvík/Kóp) sunnudag 19. sept.
Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. sunnudag 19. sept.
Glerárrétt við Akureyri laugardag 18. sept.
Gljúfurárrétt í Höfðahverfi, S.-Þing. laugardag 11. sept.
Grafarrétt í Skaftártungu, V.-Skaft. laugardag 18. sept.
Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. þriðjudag 21. sept.
Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang. sunnudag 19. sept.
Hallgilsstaðarétt á Langanesi föstudag 10. sept.
Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. laugardag 11. sept.
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. laugardag 18. sept.
Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. mánudag 20. sept.
Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. sunnudag 12. sept.
Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing sunnudag 5. sept.
Hofsrétt í Skagafirði laugardag 18. sept.
Holtsrétt í Fljótum, Skag. laugardag 11. sept.
Hólmarétt í Hörðudal sunnudag 3. okt.
Hraðastaðarétt í Mosfellsdal sunnudag 19. sept.
Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 4. sept.
Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing. sunnudag 12. sept.
Hreppsrétt í Skorradal, Borg. sunnudag 12. sept.
Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. föstudag 10. sept.
Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún. laugardag 4. sept.
Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. laugardag 18. sept.
Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand. laugardag 18. sept.
Illugastaðarétt í Fnjóskadal S.-Þing. sunnudag 5. sept.
Innri - Múlarétt á Barðaströnd, V.-Barð. laugardag 25. sept.
Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnapp. sunnudag 5. sept.
Kirkjubólsrétt í Steingrímsfirði, Strand. sunndag 19. sept.
Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. laugardag 18. sept.
Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand. laugardag 18. sept.
Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós. sunnudag 19. sept.
Krísuvíkurrétt, Gullbringusýslu laugardag 2. okt.
Landréttir við Áfangagil, Rang. fimmtudag 23. sept.
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði sunnudag 12. sept.
Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. laugardag 4. sept.
Lokastaðarétt í Fnjóskadal, S.-Þing. sunnudag 12. sept.
Melarétt í Árneshreppi, Strand. laugardag 11. sept.
Melarétt í Fljótsdal, N.-Múl. laugardag 18. sept.
Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. laugardag 4. sept.
Mýrdalsrétt í Hnappadal þriðjudag 21. sept.
Mælifellsrétt í Skagafirði sunnudag 19. sept.
Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 4. sept.
Núparétt á Melasveit, Borg. sunnudag 12. sept.
Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. miðvikudag 15. sept.
Ósrétt á Langanesi fimmtudag 9. sept.
Ósrétt á Skógarströnd, sunnudag 3. okt.
Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. sunnudag 19. sept.
Reistarárrétt í Arnarneshreppi, Eyf. laugardag 11. sept.
Rugludalsrétt í Blöndudal, A-Hún. laugardag 4. sept.
Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum laugardag 18. sept.
Reykjarétt í Ólafsfirði laugardag 18. sept.
Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. laugardag 11. sept.
Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. laugardag 11. sept.
Sauðárkróksrétt, Skagafirði laugardag 11. sept.
Selflatarrétt í Grafningi, Árn. mánudag 20. sept.
Selárrétt á Skaga, Skag. laugardag 11. sept.
Selvogsrétt í Selvogi sunnudag 19. sept.
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. mánudag 13. sept.
Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft. laugardag 11. sept.
Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. föstudag 10. sept.
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardag 11. sept.
Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. laugardag 18. sept.
Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. laugardag 18. sept.
Skeljavíkurrétt í Steingrímsfirði, Strand. laugardag 19. sept.
Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. sunnudag 19. sept.
Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.-Hún. sunnudag 12. sept.
Staðarbakkarétt í Hörgárdal, Eyf. föstudag 10. sept.
Staðarrétt í Skagafirði sunnudag 12. sept.
Staðarrétt í Steingrímsfirði, Strand. sunnudag 12. sept.
Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. laugardag 11. sept.
Stíflurétt í Fljótum, Skag. föstudag 10. sept.
Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg. sunnudag 12. sept.
Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. mánudag 20. sept.
Tjarnarleitisrétt í Kelduhverfi, S-Þing. sunnudag 19. sept.
Tungnaréttir í Biskupstungum laugardag 11. sept.
Tungurétt í Svarfaðardal sunnudag 5. sept.
Tunguselsrétt á Langanesi þriðjudag 14. september
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. föstudag 10. sept. og laugardag 11. sept.
Valdarásrétt í Fitjárdal, V.-Hún. föstudag 10. sept.
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardag 11. sept.
Vörðufellsrétt á Skógarströnd, laugardag 25. sept.
Þorvaldsdalsrétt í Hörgárdal, Eyf. laugardag 11. sept.
Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardag 18. sept.
Þórustaðarétt í Hörgárdal, Eyf. laugardaginn 11. sept.
Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit, Eyf. sunnudag 5. sept.
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardag 11. sept.
Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. mánudag 20. sept.
Þverárrétt í Öxnadal, Eyf. mánudag 13. sept.
Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. mánudag 20. sept.
Stóðréttir haustið 2010
Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. laugardag 4. sept. kl. 8-9
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. sunnudag 12. sept. um kl. 16
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardag 18. sept. kl. 12-13
Staðarrétt í Skagafirði. laugardag 18. sept. um kl. 16
Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudag 19. sept.
Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. sunnudag 20. sept. síðdegis
Deildardalsrétt í Skagafirði föstudag 24. sept. kl. 13
Árhólarétt í Unadal, Skag. föstudag 24. sept. kl. 13
Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardag 25. sept. síðdegis
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardag 25. sept. kl. 13
Undirfallsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. laugardag 25. sept. kl. 10
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardag 25. sept. um kl. 13
Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit laugardag 2. okt. kl. 10
Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardag 2. okt. kl. 10
Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. laugardag 2. okt. kl. 13
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardag 2. okt. kl. 10
Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 2. okt. kl. 13
Helstu réttir í landnámi Ingólfs Arnarsonar haustið 2010
Laugardag 18. sept. kl. 14:00 Þórkötlustaðarétt í Grindavík
Laugardag 18. sept. upp úr hádegi Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit
Laugardag 18. sept. upp úr hádegi Húsmúlarétt við Kolviðarhól
Sunnudag 19. sept. kl. 9:00 Selvogsrétt í Selvogi, Árn.
Sunnudag 19. sept. kl. 11:00 Fossvallarétt við Lækjarbotna
Sunnudag 19. sept. um hádegi Hraðastaðarétt í Mosfellsdal
Sunnudag 19. sept. um kl. 16:00 Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós
Mánudag 20. sept. kl. 9:00 Selflatarrétt í Grafningi
Mánudag 20. sept. kl. 14:00 Ölfusréttir í Ölfusi
Laugardag 2. okt. kl. 13:00 Krísuvíkurrétt í Gullbringusýslu
Seinni réttir verða tveim vikum síðar á sömu vikudögum, þ.e. dagana 2. - 4. október. Til að auðvelda hreinsun afrétta og draga úr hættu á ákeyrslum á þjóðvegum í haustmyrkrinu er lögð áhersla á að fé verði haft í haldi eftir réttir. Samkvæmt 5. gr. fjallskilasamþykktar fyrir landnám Ingólfs Arnarsonar nr. 401/1996 er óheimilt að sleppa aftur fé úr haustréttum á afrétti.