Beint í efni

Réttardagarnir haustið 2008

12.09.2008

Listi yfir fjár- og stóðréttir fyrir haustið 2008 hefur verið gefinn út. Það er Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands sem tók listann saman og er hann leiðréttur miðað við nýjustu upplýsingar hverju sinni. Athugið að tímasetningar eru afar mismunandi og gott ráð fyrir gesti að hafa samband við heimamenn áður en haldið er í réttir. 


Fjárréttir haustið 2008
Arnarhólsrétt í Helgafellssveit sunnudag 21 sept.
Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardag 6. sept.
Áfangagilsrétt á Landmannaafrétti, Rang. fimmtudag 25. sept.
Árskógsrétt á Árskógsströnd, Eyf. sunnudag 14. sept.
Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, S.-Þing. sunnudag 31. ágúst
Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. sunnudag 14. sept.
Fellsaxlarrétt í Hvalfjarðarsveit, Borg. sunnudag 14. sept.
Fellsendarétt í Miðdölum sunnudag 14. sept.
Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. laugardag 20. sept.
Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. þriðjudag 16. sept. og sunnudag 21. sept.
Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. laugardag 13. sept. og sunnudag 14. sept.
Fossrétt á Síðu, V.-Skaft. föstudag 5. sept.
Fossvallarétt v/Lækjarbotna, (Rvík/Kóp) sunnudag 21. sept.
Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. sunnudag 21. sept.
Glerárrétt við Akureyri laugardag 20. sept.
Gljúfurárrétt í Höfðahverfi, S.-Þing. laugardag 6. sept.
Grafarrétt í Skaftártungu, V.-Skaft. laugardag 13. sept.
Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. þriðjudag 16. sept.
Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang. sunnudag 14. sept.
Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. laugardag 13. sept.
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. laugardag 20. sept.
Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. mánudag 15. sept.
Hlíðarrétt í Bólstaðarhl.hr. A.-Hún. sunnudag 7. sept.
Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing. sunnudag 31. ágúst
Holtsrétt í Fljótum, Skag. laugardag 13. sept.
Hólmarétt í Hörðudal sunnudag 27. sept.
Hraðastaðarétt í Mosfellsdal sunnudag 21. sept.
Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 6. sept.
Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing. sunnudag 7. sept.
Hreppsrétt í Skorradal, Borg. sunnudag 21. sept.
Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. föstudag 12. sept.
Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún. laugardag 6. sept.
Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. laugardag 20. sept.
Hvalsárrétt í Hrútfirði, Strand. laugardag 20. sept.
Illugastaðarétt í Fnjóskadal S.-Þing. sunnudag 7. sept.
Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnapp. sunnudag 7. sept.
Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. laugardag 13. sept.
Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand. laugardag 20. sept.
Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós. sunnudag 21. sept.
Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. miðvikudag 17. sept.
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði sunnudag 7. sept.
Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. laugardag 6. sept.
Lokastaðarétt í Fnjóskadal, S.-Þing. sunnudag 14. sept.
Melarétt í Árneshreppi, Strand. laugardag 13. sept.
Melarétt í Fljótsdal, N.-Múl. laugardag 20. sept.
Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. laugardag 6. sept.
Múlarétt í Saurbæ, Dal. sunnudag 21. sept.
Mýrararétt í Bárðardal, S-Þingeyjarsýslu laugardagur 30. ágúst
Mýrdalsrétt í Hnappadal þriðjudag 16. sept.
Mælifellsrétt í Skagafirði laugardag 6. sept.
Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit sunnudag 7. sept.
Nesmelsrétt í Hvítársíðu laugardag 6. sept.
Núparétt á Melasveit, Borg. sunnudag 14. sept.
Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. miðvikudag 17. sept.
Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. sunnudag 21. sept.
Reistarárrétt í Arnarneshreppi, Eyf. laugardag 13. sept.
Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum laugardag 20. sept.
Reykjarrétt í Ólafsfirði laugardag 20. sept.
Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. laugardag 13. sept.
Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. laugardag 13. sept.
Selflatarrétt í Grafningi, Árn. mánudag 22. sept.
Selnesrétt á Skaga, Skag. laugardag 6. sept.
Selvogsrétt í Selvogi sunnudag 21. sept.
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. mánudag 15. sept.
Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft. laugardag 6. sept.
Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. föstudag 12. sept.
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardag 6. sept.
Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. laugardag 20. sept.
Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. laugardag 20. sept.
Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. sunnudag 21. sept.
Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.-Hún. sunnudag 7. sept.
Staðarbakkarétt í Hörgárdal, Eyf. föstudag 12. sept.
Staðarrétt í Skagafirði laugardag 6. sept.
Staðarrétt í Steingrímsfirði, Strand. sunnudag 21. sept.
Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. laugardag 6. sept.
Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg. sunnudag 14. sept.
Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. mánudag 15. sept.
Tungnaréttir í Biskupstungum laugardag 13. sept.
Tungurétt í Svarfaðardal sunnudag 7. sept.
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. föstudag 5. sept. og laugardag 6. sept.
Valdarásrétt í Víðidal, V.-Hún. föstudag 5. sept.
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardag 6. sept.
Þorvaldsdalsrétt í Hörgárdal, Eyf. laugardag 13. sept.
Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardag 20. sept.
Þórustaðarétt í Hörgárdal, Eyf. laugardaginn 13. sept.
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardag 13. sept.
Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. mánudag 15. sept.
Þverárrétt í Öxnadal, Eyf. mánudag 15. sept.
Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. mánudag 22. sept.

Nánari upplýsingar um réttir í Húnavatnssýslum og Skagafirði er að finna á www.skagafjordur.is og á Norðausturlandi á www.nordurland.is og www.eyjafjardarsveit.is

Stóðréttir haustið 2008

Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardag 13. sept. kl. 12-13
Staðarrétt í Skagafirði. laugardag 13. sept. um kl. 16
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. sunnudag 14. sept. um kl. 16
Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. sunnudag 14. sept. kl. 13
Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudag 14. sept. kl. 8-10
Unadalsrétt, Skag. laugardag 4. okt. kl. 13
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardag 27. sept. kl. 13
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardag 27. sept. um kl. 13
Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardag 4. okt. kl. 10
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardag 4. okt. kl. 10
Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 4. okt. kl. 11
Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit sunnudag 5. okt. kl. 10


Helstu réttir í Landnámi Ingólfs Arnarsonar haustið 2008

Laugardag 20. sept. kl. 14:00 Þórkötlustaðarétt í Grindavík
Laugardag 20. sept. upp úr hádegi Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit
Laugardag 20. sept. upp úr hádegi Húsmúlarétt við Kolviðarhól
______________________________________________________________

Sunnudag 21. sept. kl. 9:00 Selvogsrétt í Selvogi, Árn.
Sunnudag 21. sept. kl. 11:00 Fossvallarétt við Lækjarbotna
Sunnudag 21. sept. um hádegi Hraðastaðarétt í Mosfellsdal
Sunnudag 21. sept. um kl. 16:00 Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós

Mánudag 22. sept. kl. 09:00 Selflatarrétt í Grafningi
Mánudag 22. sept. kl. 14:00 Ölfusréttir í Ölfusi

Seinni réttir verða tveim vikum síðar á sömu vikudögum, þ.e. dagana 4. - 6. október. Til að auðvelda hreinsun afrétta og draga úr hættu á ákeyrslum á þjóðvegum í haustmyrkrinu er lögð áhersla á að fé verði haft í haldi eftir réttir. Samkvæmt 5. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr. 401/1996 er óheimilt að sleppa aftur fé úr haustréttum á afrétti.