Beint í efni

Rekstur kúabúa gekk vel árið 2003

11.08.2004

Bændasamtök Íslands hafa látið taka saman helstu niðurstöður úr búreikningum kúabúa vegna ársins 2003. Í niðurstöðunum kemur m.a. fram að á búum sem reka hámarksafurðastefnu, þ.e. að hafa sem mestar meðalafurðir eftir hverja kú, er framlegðin hæst og afkoman einna best. Athygli vekur að hjá þeim bændum sem hafa mestar afurðir fara einungis 7,3 krónur í aðkeypt fóður á hvern mjólkurlítra, en kostnaður við aðkeypt fóður er hinsvegar mun hærri eða 9,7 krónur/lítra meðal kúabúa með lægstar meðalafurðir pr. kú.

Helstu niðurstöður úttektar Bændasamtakanna má finna á vef samtakanna með því að smella hér.

 

Sigurður Eiríksson, landsráðunautur BÍ í hagfræði getur gefið nánari upplýsingar varðandi þessa útreikninga og túlkun helstu niðurstaðna.