Beint í efni

Rekstur Arla gekk vel 2011

24.02.2012

Þrátt fyrir mikla fjárhagserfiðleika í Evrópu sl. ár tókst Arla, sem selur 80% vara sinna á þeim markaði, að auka hagnað félagsins frá fyrra ári. Hagnaðurinn nam 29,2 milljörðum íkr. eða 2,39% af veltu. Það er minna en fulltrúaráð félagsins hefur sett sem markmið, en viðmið er að hagnaður nemi 2,50% af veltu.

 

Skýringin á minni hagnaði miðað við áætlanir felast reyndar í þeirri ákvörðun stjórnar félagins að greiða hærra afurðastöðvaverð á síðasta ársfjórungi síðasta árs, sem gekk að hagnaði félagsins. Forstjóri félagsins, Peder Tuborgh, er þó sáttur enda getur verið erfitt að hitta á rétt brot af prósenti þegar heildarveltan er 1.224 milljarðar íkr.

 

Á árinu nam innvigtun til félagsins 6.508 milljónum kg. mjólkur í Danmörku, Þýskalandi og Svíþjóð. Félagsmenn í félaginu eru um 8.000 og nemur hagnaður þess því um 3,7 milljónum íkr á hvern félagsmann/SS-fréttatilkynning.