Beint í efni

Reiknivél fyrir bændur vegna nýrra búvörusamninga

23.02.2016

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur útbúið reiknivél fyrir bændur í töflureikninum Excel þar sem hægt er að skoða áhrif nýrra búvörusamninga á tekjur búa.

Innsláttarreitir eru litamerktir og geta bændur fært inn greiðslumark, búfjárfjölda og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Neðar í skjalinu birtast niðurstöður þess bús sem slegið er inn hverju sinni. Vilji notendur skoða annað hvort nautgriparækt eða sauðfjárrækt skal setja "0" í innsláttarreiti hinnar búgreinarinnar.

Skjalið má sækja hér á vefnum rml.is.

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Lind, ábyrgðarmaður í rekstrarráðgjöf á netfangið jle@rml.is.