Reiknilíkanið hefur verið uppfært
30.01.2006
Reiknilíkan LK var uppfært núna í morgun og hafa þó nokkrar breytingar orðið á því. Hella er sem fyrr í fyrsta sæti, þá Sláturfélag Suðurlands, síðan KS/KK, og Sölufélag A-Húnvetninga í því fjórða. Vekja skal athygli á því að upphæðir geta breyst síðar í vikunni þar sem Seðlabanki Íslands tilkynnti breytingar á stýri- og dráttarvöxtum sem taka gildi um mánaðamót janúar/febrúar.