Beint í efni

Reiknilíkan uppfært

20.02.2006

Smá breyting hefur orðið á reiknilíkani LK síðan síðast, þar sem Borgarness kjötvörur hækkuðu afurðaverð sín í dag. Eftir hækkunina greiða þeir hæsta verð í 18 flokkum og eru komnir í þriðja sæti reiknilíkansins. Sem fyrr er Sláturhúsið Hellu enn á toppnum og SS í öðru sæti.