Beint í efni

Reiknilíkan LK uppfært

31.10.2005

Eins og sagt var frá í frétt hér í síðustu viku, tók gildi ný verðskrá hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og þar af leiðandi einnig hjá Kaupfélagi Króksfjarðar, þann 25. október síðastliðinn. Einnig kom fram í sömu frétt að hér eftir verður reiknilíkanið einungis uppfært á mánudögum. Það hefur nú verið gert og urðu þessar verðbreytingar hjá KS til þess að KS og KK eru nú á toppi reiknilíkansins, en fast á hæla þeirra fylgja Sláturhúsið Hellu og Sláturfélag Suðurlands.

 

Smellið hér til að skoða nýuppfært reiknilíkan LK.