Beint í efni

Reiknilíkan LK uppfært

23.01.2006

Reiknilíkan Landssambands kúabænda hefur nú verið uppfært. Ýmsar breytingar hafa orðið á því síðan í síðustu viku, þar sem nokkrir sláturleyfishafar hafa hækkað afurðaverð sín. Einnig urðu breytingar vegna nýrra meðalfallþunga- og framleiðslutalna, sem komu á vefinn í síðustu viku, auk breyttra dráttarvaxta Seðlabanka Íslands. 

Sláturfélag Suðurlands er sem fyrr í fyrsta sæti líkansins, í öðru sæti er Sölufélag Austur-Húnvetninga og Norðlenska ehf vermir þriðja sætið. Sláturhúsið Hellu hefur hins vegar sigið niður í fjórða sæti.