Beint í efni

Reiknilíkan LK nýuppfært

29.11.2005

Nú hefur reiknilíkan LK verið uppfært, og er beðist velvirðingar á þeirri seinkun sem varð á því. Einhverjar breytingar hafa orðið á líkaninu frá síðustu viku, þar sem Sláturhúsið Hellu hækkaði verð sín frá og með 28. nóvember og tekið var tillit til verðhækkana hjá Borgarness kjötvörum sem taka gildi þann 1. desember næstkomandi.

Hella er núna í efsta sæti reiknilíkansins, en fast á hæla þeirra er Sláturfélag Suðurlands. Borgarness kjötvörur hífa sig upp í þriðja sætið, en þegar ný verðskrá þeirra tekur gildi greiða þeir hæsta verð í 15 flokkum.

 

Smellið hér til að sjá nýuppfært reiknilíkan LK.

 

Smellið hér til að sjá nýjan verðlista sláturleyfishafa.