Beint í efni

Reglur um tjónabætur Bjargráðasjóðs vegna óveðursins í september

04.12.2012

Búið er að staðfesta í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu úthlutunarreglur vegna aðstoðar Bjargráðasjóðs vegna tjóns af völdum óveðursins á Norðurlandi í september sl. Í reglunum kemur m.a. fram að sjóðurinn bætir fjárhagslegt tjón sem hlýst vegna viðgerða á girðingum (umfram hefðbundið viðhald), tjón á búfé og afurðum bújár og fóðurkaupa vegna óvenjulegra aðstæðna af völdum veðursins. Óbeint tjón, m.a. rekstrartap, töf á framleiðslu eða afhendingu vöru og missir húsaleigutekna, fæst ekki bætt.

Héraðsráðunautar eða aðrir trúnaðarmenn Bjargráðasjóðs leggja mat á tjónið. Nauðsynlegt er fyrir tjónþola að fylla út umsóknareyðublað og fá áritun ráðunauts um réttmæti upplýsinga ásamt staðfestingu dýralæknis ef um búfjártjón er að ræða.

Reglur um aðstoð Bjargráðasjóðs vegna tjóns af völdum óveðurs á Norðurlandi í september 2012 - pdf

Umsókn um styrk vegna tjóns af völdum óveðurs á Norðurlandi haustið 2012 - Umsóknareyðublað - Word