Reglur um flutning nautgripa
23.08.2007
Að gefnu tilefni skal það áréttað að ef flytja á nautgripi milli varnarhólfa skal aðeins taka blóðsýni úr þeim gripum sem flytja á.
Í 25. grein laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim segir orðrétt: „Nautgripi og geitur má því aðeins flytja yfir varnarlínur til lífs að fram fari sérstök rannsókn á heilbrigði þeirra. Landbúnaðarstofnun getur leyft flutning á tilrauna- og kynbótagripum yfir varnarlínur“. Það er því skýrt í lögum að áður en nautgripir eru fluttir yfir varnarlínur á aðeins að taka sýni úr þeim gripum sem flytja á, hvorki fleiri né færri nautgripum á því búi sem gripirnir eru fluttir af.