Reglugerð um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri
22.04.2008
Þann 29. október 2009 verður liðinn 10 ára aðlögunartími sem gefinn var í reglugerð 804/1999 um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri. Í reglugerðinni segir að „stærð hauggeymslu þarf að miða við að hægt sé að nýta hauginn sem áburð á skynsamlegan hátt þegar jörðin getur tekið við honum eða taka a. m. k. sex mánaða haug“.
Í reglugerðinni er bráðabirgðaákvæði sem segir til um að innan 10 ára frá gildistöku reglugerðar þessarar skuli koma upp hauggeymslum af réttri stærð á búum þar sem slíkar hauggeymslur eru ekki til við gildistöku reglugerðarinnar. Það eru því 18 mánuðir þar til að bráðabirgðaákvæðið rennur út og því enn nokkur tími til aðgerða, þar sem það á við.
Á síðustu árum hafa komið fram margs konar lausnir við geymslu á mykju, aðrar en steyptir mykjukjallarar. Má þar nefna útitanka og mykjupoka. Reglugerðina er að finna í heild sinni hér og breytingar á henni frá 2001 eru hér.