
Reglugerð um stuðning við nautgriparækt
29.12.2016
Nýir búvörusamningar taka gildi nú um áramót. Samhliða þeim taka nýjar reglugerðir í tengslum við samningana gildi. Stjórnartíðindi hafa nú birt reglugerð nr. 1150/2016 um stuðning við nautgriparækt. Reglugerðin um almennan stuðning við landbúnað, þar sem m.a. koma fram ákvæði um nýliðunarstuðning, jarðræktarstyrki, landgreiðslur og stuðning við aðlögun að lífrænum landbúnaði, verður birt fyrir áramót.
Sjá má reglugerð um stuðning í nautgriparækt hér.
Úr fréttatilkynningu MAST: „Skilyrði fyrir greiðslum eru m.a. skil á haustskýrslu (forðagæslu) og þátttaka í afurðaskýrsluhaldi, þ.m.t. kúabænda í kjötframleiðslu. Í HUPPU hefur verið útbúin sérstök mánaðarleg skýrsluskil fyrir kjötframleiðendur sem eru ekki í mjólkurframleiðslu og ekki þiggjendur beingreiðslna í mjólk. Þeir bændur sem eru ekki nú þegar þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi (í mjólk og kjötframleiðslu) þurfa að ganga frá sérstöku eyðublaði á þjónustugátt Matvælastofnunar (www.mast.is) eigi síðar en 28. desember nk. Matvælastofnun tekur gildar tilkynningar sem hafa borist til RML innan þessara tímamarka og RML áframsendir til stofnunarinnar.
Rétt er að vekja athygli á því að bændur sem hafa verið þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi í mjólk með fullnægjandi skilum, hafa skilað haustskýrslu á réttum tíma og hafa fylgt reglum um einstaklingsmerkingar skv. reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012 ættu ekki að finna fyrir auknum kröfum með nýjum búvörusamningum.“
Sjá tilkynningu MAST í heild sinni.