
Reglugerð um stuðning í nautgriparækt nr. 348/2022 hefur tekið gildi
25.03.2022
Í gær, 23. mars 2022, tók ný útgáfa af reglugerð um stuðning í nautgriparækt (nr. 348/2022) gildi samkvæmt vef Stjórnartíðinda. Að mestu er um að ræða uppfærslu og orðalagsbreytingar frá fyrri útgáfu reglugerðarinnar nr. 1252/2019 en breytingar urðu þó á tveimur þáttum:
Í 23. gr. var fest inni að árlega skyldi 3% af greiðslum vegna kynbótastarfs ráðstafað til Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins til að mæta kostnaði við kvíguskoðanir hjá bændum.
Þetta er í raun engin breyting þar sem Framkvæmdanefnd búvörusamninga hefur tekið málið fyrir og staðfest framlagið ár hvert.
Í 24. gr. var sú breyting gerð að P+ flokkur bætist við b) lið greinarinnar. Sláturálag verður því ekki lengur greitt á gripi sem flokkast í P+, P og P- flokk sem er í samræmi við aðalfundarályktun LK frá árinu 2020.
Nýjustu útgáfu reglugerðarinnar má nálgast hér.