Reglugerð um aðbúnað nautgripa breytt
24.07.2001
Um síðustu áramót skipaði landbúnaðarráðherra nefnd til að endurskoða reglugerð um aðbúnað nautgripa. Þessi nefnd hefur nú skilað áliti sínu til landbúnaðarráðherra og er þess vænst að ný reglugerð líti dagsins ljós á næstunni.
Með fyrirhuguðum breytingum er þess vænst að reglugerðin mæti betur þeim kröfum sem gerðar eru í dag varðandi aðbúnað gripa.