Réðst á fólk með kúalæri að vopni
03.01.2012
Eins og lesendur naut.is vita eru afurðir nautgripa með því allra besta sem til er í heiminum. Etv. hefur þó fáum dottið í hug að nota nautakjöt sem vopn. Þetta var þó reyndin utan við bar á Hawaii fyrir skömmu þegar 45 ára gamall maður réðst til atlögu við fjóra aðra menn með kúalæri að vopni. Allir mennirnir slösuðust og einn það alvarlega að fljúga þurfti með hann á gjörgæsludeild en daginn eftir var þó ástand hans betra og stöðugt að sögn vakthafandi lækna.
Árásarmaðurinn, sem ekki er kúabóndi sjálfur, er nú í haldi lögreglu og þó svo að nautgripaafurðir hafi átt hug hans allan þessa örlagaríku nótt fyrir utan barinn – er nú líklega vatn og brauð það sem fæðir hann þessa dagana/SS.