Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Rannsókn staðfestir mikilvægi stígvélaskipta

28.07.2015

Sænskur vísindamaður hefur nú sýnt fram á mikilvægi þess að allir aðilar sem þjónusta kúabændur skipti um stígvél við komu á kúabúin, en greint var frá rannsókninni í breska tímaritinu Veterinary Record. Gerði hann þetta með því að skoða samhengið á milli daglegra starfa, gegninga og vinnubragða á 257 sænskum kúabúum og skoðaði hann sérstaklega hvernig coronavírus og BRS vírus (BRSV) flyst á milli búa. Í ljós kom að á þeim búum þar sem gestir og þjónustuaðilar eru skikkaðir í stígvél búsins var tíðni mótefna gegn vírusunum lægri, þ.e. líkurnar á því að kýr höfðu smitast voru minni en á hinum búunum.

 

Skýringin á þessu er að það er afar erfitt að gera stígvél 100% hrein, jafnvel með góðum þvotti og því er í dag öllum kúabændum ráðlagt að eiga sérstök stígvélapör sem eru ætluð þjónustuaðilum sem fara oft á milli búa eins og t.d. dýralæknum, frjótæknum eða þjónustufólki véla og tækja/SS.