Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Rannsaka lítið þekktar ástæður júgurbólgu

28.08.2015

Í Nýja-Jórvíkur fylki í Bandaríkjunum fer nú fram afar áhugaverð rannsókn, amk. fyrir þá sem hafa áhuga á frumutöluvandamálum og júgurbólgu. En þar er nefninlega verið að rannsaka sérstaklega nánast áður óþekkta smitvalda júgurbólgu, þ.e. sýkingarvalda sem áður hafa ekki verið taldir vandamál í mjólkurframleiðslu. Það er Dr. Jessica Scillieri-Smith hjá Cornell háskólanum sem stýrir rannsókninni sem fer fram á 143 kúabúum í samnefndu fylki.

 

Rannsókn þessi er kostuð af bændunum sjálfum í fylkinu og er tilgangurinn að finna ástæður þess að stundum fá kýr júgurbólgusýkingu án þess að eiginleg ástæða er fyrir því. Hraust og afurðamikil kýr, sem ekki lendir í einhverjum skakkaföllum, ætti auðvitað ekki að fá júgurbólgu ef hún lendir ekki í „hefðbundinni“ sýklaárás frá þeim sýklum sem við þekkjum að valda júgurbólgu. Þessi rannsókn er því einkar mikilvæg og er nú lokið fyrsta ári hennar.

 

Alls hafa Jessica og hennar fólk rannsakað 8.361 mjólkursýni og nú þegar hafa þau fundið smitefni sem hingað til hafa ekki verið flokkuð sem sérstakir júgurbólguvaldar. Nú þegar hefur vísindafólk Cornell fundið að mjólkursýrubakteríur geta á sumum kúabúum verið alengur valdur júgurbólgu og fyrir vikið þurfi annarskonar meðhöndlun og vinnubrögð á þessum kúabúum en hingað til hefur verið ráðlagt. Þá benda fyrstu niðurstöðurnar til þess að breyta þurfi samsetningu greiningarprófa, eins og PCR prófa, svo unnt sé að greina þennan sýkil sérstaklega og í framhaldi af því að setja upp aðgerðaráætlun til þess að ná tökum á þessum skaðvaldi/SS.