
Raftur 05-966 slær öll eldri met
21.12.2009
Nú er lokið útsendingu sauðfjársæðingastöðvanna á hrútasæði þetta árið. Starfsemin hefur gengið ákaflega vel og þátttaka í starfinu er meiri en áður. Nánar má lesa um það á heimasíðum stöðvanna (www.buvest.is og www.bssl.is).
Það gerist að þessu sinni að sæðisútsending úr einum hrúti fer í yfir 3.000 skammta, en úr Rafti 05-966 voru sendir út 3.024 skammtar af fersku sæði auk þess sem eitthvað hefur verið sætt með djúpfrystu sæði úr honum. Með þessu hefur heildarútsending úr honum á þeim fjórum árum sem hann hefur verið á sæðingastöð náð um 10.000 skömmtum. Raftur er fenginn frá fjárræktarbúinu á Hesti í Borgarfirði. Raftur kom ásamt Kveiki 05-965 frá Hesti inn á sæðingastöð haustið 2006 og eru þeir félagar þeir hrútar sem öllum öðrum framar geta staðið undir því að teljast kynbótahrútar Íslands í dag.