
Rafrænn bændafundur BÍ föstudaginn 29. október kl. 11:30
27.10.2021
Stjórn og starfsmenn Bændasamtakanna hafa farið bændafundaherferð hringinn í kringum landið í október. Gert er ráð fyrir aukafundum á Ísafirði og Klaustri, ásamt því að fara á Patreksfjörð en þeim fundi þurfti að fresta vegna veðurs. Þann 29. október nk. kl. 11:30 verður haldinn fjarfundur þar sem fram fer almenn kynning á Bændasamtökunum, farið verður yfir breytingarferli samtakanna ásamt starfsskilyrðum landbúnaðarins og hver stóru verkefnin eru framundan.
Bændur eru hvattir til þess að skrá sig á fundinn. Þátttakendum gefst kostur á að koma með spurningar til framsögumanna í gegnum spjallið í Teams eða með því að biðja um orðið í handaruppréttingu að lokinni kynningu. Einungis verða leyfðar stuttar spurningar og athugasemdir (1-2 mínútur).
Bændur eru hvattir til að fara hér inn og skrá sig á fundinn.