Beint í efni

Rafræn umsókn um orlofsstyrk/orlofsdvöl

21.02.2012

Nú er hægt að sækja rafrænt um orlofsstyrk/orlofsdvöl Bændasamtaka Íslands fyrir sumarið 2012 hér á vefnum. Eins og áður eru sumarhús samtakanna á Hólum í boði allt árið og nú í sumar verður einnig boðið upp á hús í Vaðnesi í Grímsnesi á tímabilinu 15. júní til 24. ágúst.

Á vefhluta félagssviðs BÍ er umsóknarformið að finna. Þeir sem vilja frekar prenta það út og senda á póstfang samtakanna, geta áfram gert það. Póstfangið er: Bændahöllin v/Hagatorg, 107 Reykjavík, merkt "Orlofsdvöl sumarið 2012". Þeir sem vilja fylla út og senda rafrænt, skulu fylla út í reitina og vista skalið að svo búnu niður á sína tölvu og svo er það sent sem viðhengi á netfangið ho@bondi.is.

Umsóknarfrestur rennur út 15. mars nk.

Meðfylgjandi mynd er af sumarhúsinu í Vaðnesi.