
Rafræn skil á forðagæsluskýrslum
11.11.2010
Nú hafa um 100 manns skilað forðagæsluskýrslu rafrænt á Netinu í nýja vefforritinu Bústofn.is sem tölvudeild Bændasamtakanna hefur þróað fyrir Matvælastofnun. Rúmlega þrjú þúsund bændur hafa fengið send forðagæsluskýrslueyðublöð í pósti frá Matvælastofnun og skal skila þeim á pappír fyrir 20. nóvember nk.
Þeir sem skila í gegnum Bústofn.is rafrænt hafa frest til 10. desember 2010. Bændur eru hvattir til að skila forðagæsluskýrslunni með rafrænum hætti sem allra fyrst en eina sem þarf til er rafrænt auðkenni með veflykli ríkisskattstjóra. Matvælastofnun hélt fræðslufund um Bústofn á Hvanneyri í vikunni fyrir bændur, og upptöku af honum mál nálgast á vef stofnunarinnar mast.is með því að smella hér.
Þeir sem skila í gegnum Bústofn.is rafrænt hafa frest til 10. desember 2010. Bændur eru hvattir til að skila forðagæsluskýrslunni með rafrænum hætti sem allra fyrst en eina sem þarf til er rafrænt auðkenni með veflykli ríkisskattstjóra. Matvælastofnun hélt fræðslufund um Bústofn á Hvanneyri í vikunni fyrir bændur, og upptöku af honum mál nálgast á vef stofnunarinnar mast.is með því að smella hér.