Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Rafræn eyrnamerki í danska nautgripi frá áramótum

05.03.2007

Á ársfundi Dansk kvæg á dögunum kom fram, að samtökin leggja til að tekin verði upp rafræn eyrnamerki í nautgripi frá og með næstu áramótum. Ástæðan er sú að með þessu móti náist mun meiri nákvæmni og öryggi í skráningu upplýsinga um gripina, auk þess sem rekjanleiki afurðanna verður tryggari.

Þess utan gera rafrænu merkin það að verkum að skráning verður til muna auðveldari. Það er mat Dansk kvæg að þróun merkjanna og búnaðarins sem les af þeim, sé nú komin á það stig að rétt sé að taka þau upp í ársbyrjun 2008.