Rafræn blöð, bæklingar og bækur
21.10.2011
Nýverið greindum við frá möguleikum bænda til þess að sækja endurmenntunarnámskeið á netinu með því að fylgjast með vefupptökum (Webinar). Annað form, sem fleiri og fleiri aðilar tileinka sér núorðið, er rafræn útgáfa á netinu á ýmsum bókum, blöðum og bæklingum. Gott dæmi um þetta er t.d. rafrænn bæklingur um Landbúnaðarháskólann þar sem rafræna útgáfan er ekki eingöngu afrit af prentuðum bæklingi heldur einnig með virkum netslóðum, hægt að smella á hlekki til þess að fræðast nánar osfrv.
Bændur eru hvattir til þess að kynna sér þetta form af útgáfu, enda afar líklegt að í framtíðinni muni mun meira af faglegu efni fara yfir á þetta form í stað prentunar á hefðbundinn pappír. Með því að smella á eftirfarandi slóð má sjá rafræna bæklinginn frá Landbúnaðarháskólanum: http://k-sql.lbhi.is/ebook/
/SS