Beint í efni

Rætt um samningamál á opnum fundi landbúnaðarnefndar

26.08.2003

Landbúnaðarnefnd Alþingis var í gær á ferð um Húnavatnssýslur og verður í dag á ferð í Skagafirði. Í gærkvöldi var haldinn opinn fundur í Miðgarði sem var vel sóttur. Á fundinum kom m.a. fram sú skoðun stjórnmálamanna að kostur væri að semja sem fyrst við kúabændum á líkum nótum og verið hefur.