Beint í efni

Ræktunarnefnd – 2. fundur 2001

22.06.2001

Fundargerð 22. júní 2001


Fundurinn var haldinn í fundarsal Búnaðarsambands Suðurlands og hófst kl. 13.00. Mættir voru Jón Viðar Jónmundsson, formaður, sem stýrði fundi, Guðlaugur Antonsson, Egill Sigurðsson, Friðrik Jónsson, Guðmundur Steindórsson, Sigurmundur Guðbjörnsson, Sveinn Sigurmundsson og Guðmundur Jóhannesson er ritaði fundargerð.

1. Fundarsetning.
Formaður, Jón Viðar Jónmundsson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

2. Fundargerð síðasta fundar.
Fundargerð síðasta fundar samþykkt án athugasemda.

3. Skýrslur frá Nautastöðinni.
Guðlaugur dreifði yfirliti um þátttöku og árangur í sæðingum á s.l. ári. Hlutfallsleg þátttaka reyndist vera 81,5% m.v. 82% árið áður. Þátttaka er eins og verið hefur mest á Suðurlandi, 91,5%. Heildarfjöldi 1. sæðinga á landinu öllu endaði í 23.748. Árangur var örlitlu lakari en árið áður eða 71,6% á móti 72%.
Guðlaugur dreifði yfirliti um árangur sæðinga með einstökum nautum, þ.e. reynd naut með 150 fyrstu sæðingar eða fleiri og óreynd naut með 90 fyrstu sæðingar eða fleiri. Örfá naut gefa undir 60% árangur á síðasta ári. Þau eru Haki 88021, Pinkill 94013, Vestri 94014, Vagn 98007 og Þór 98010.

Á árinu er búið að flytja 10 naut að Hvanneyri og hafa þau öll reynst í lagi utan Óm, sem stökk ekki, og Karra, sem klaufbrotnaði og varð að farga vegna þess.

Frá síðasta fundi hafa eftirtalin naut verið felld:

Nafn og nr.

Felldur dags.

Aldur í mán.

Fall kg

Flokkun

Þollur 99008

06.03.2001

24

228

UNI A

Kátur 99012

06.03.2001

23

210

UNI A

Spuni 99014

06.03.2001

23

232

UNI A

Leynir 99033

06.03.2001

17

169

UNI M

Nirfill 99037

06.03.2001

16

146

UNI M-

Ábætir 99002

06.04.2001

26

243

UNI M+

Hilmir 99021

06.04.2001

23

252

UNI M+

Örvar 99028

08.05.2001

20

181

UNI A

Mímir 99007

14.05.2001

26

240

UNI M+

Duggari 99022

14.05.2001

22

231

UNI M+

Karri 00011

18.05.2001

14

120

UNII M

Viti 99016

25.05.2001

25

282

UNI A


Guðlaugur gat þess að flokkun hefði verið lakari nú en oft áður þar sem fituhula m.v. fallþunga hefði ekki verið nægileg.

Yfirliti yfir sæðisbirgðir úr ungnautum var dreift. Útsending úr ungnautum fæddum ´99 er langt komin og hefst innan skamms úr fyrstu nautum f. ´00. Lokið er útsendingu sæðis Hilmi 99021, Duggara 99022, Kolli 99025 og Tinna 99027. Í útsendingu núna eru; Rökkvi 99026, Örvar 99028, Ótti 99029, Kofri 99030, Oddi 99034, Gangandi 99035, Þverhaus 99036, Lækur 99038, Pottur 99041 og Trandill 99042. Útsendingu er nánast lokið úr þeim Rökkva og Kofra en nýhafin úr þeim 4 síðast töldu. Þá bíða Guffi 00002, Strokkur 00003, Klakkur 00004, Klossi 00005, Þumall 00006, Viðauki 00008, Gikkur 00009 og Laski 00010 útsendingar nú.

Það sem af er árinu skiptist sæðisnotkun þannig;

Reynd naut

51,64%

Óreynd naut

43,71%

Holdnaut

4,65%


Notkun óreyndra nauta er nú orðin það lítil að í óefni stefnir. þar vega áhrif hins jafnsterka nautaárgangs frá ´94 þungt. Ræddar voru leiðir til þess að auka notkun óreyndra nauta og m.a. nefndur sá möguleiki að verðleggja sæði með tilliti til kynbótamats nautanna. Ákveðið að reyna aðrar leiðir vegna kostnaðar og vinnu við innheimtu og umsýslu með misjafnri verðlagningu sæðis. Jón Viðar skrifi greinar í Bændablaðið og Frey.
Það er alveg ljóst að þessari þróun verður að snúa við og auka notkun ungnauta nú þegar. Að öðrum kosti er mikilvægur hluti ræktunarstarfsins í hættu.

Dreift var yfirliti um útsent sæði á árinu 2001. Mest hefur farið út úr Kaðli 94017, Völsung 94006, Pinkli 94013, Frísk 94026 og Punkti 94032.

4. Uppeldisstöðin.
Á stöðinni eru nú 43 nautkálfar, þar af 4 sem bíða flutnings að Hvanneyri. Frá síðasta fundi hafa 16 kálfar verið teknir inn á stöðina.

5. Skýrsluhaldið.
Afurðaaukning er áfram með ólíkindum mikil á landsvísu og standa meðalafurðir nú að loknu maíuppgjöri í rétt tæpum 4.800 kg eftir árskú.
Þátttaka í skýrsluhaldi eykst hægt og bítandi og fá stór bú sem standa orðið utan þess.
Efnainnihald er á uppleið á sama tíma og afurðir aukast, sérstaklega próteininnihald.

6. Kúaskoðun.
Staðan í kúaskoðun er sú að á svæði Jón Viðars er aðeins Skagafjörður eftir, hjá Guðmundi Steindórssyni er eftir að fara í Þingeyjarsýslur og á Suðurlandi er hluti Hrunamannahrepps og nokkrir aðrir bæir eftir.

7. Önnur mál.
Jón Viðar nefndi að nefnd um skipulag samanburðartilraunar á íslenskum og norskum kúm mun að öllum líkindum skila af sér í næstu viku. Gert er ráð fyrir að aðstaðan á tilraunabúunum tveimur verði nýtt til hins ítrasta. Í tilraunahópunum verða um 100 kýr alls. Væntanlega verður skoðanakönnun um málið meðal kúabænda í október n.k.

Nefnt var hvort til stæði að halda kúasýningu á Norðurlandi í sumar. Guðmundur Steindórsson sagði það hafa verið blásið af, m.a. vegna umræðu um gin- og klaufaveiki. Sveinn sagði að á Suðurlandi yrði áreiðanlega kúasýning á árinu 2002 ef til þess fengjust tilskilin leyfi.

8. Val nauta á Uppeldisstöðinni.
Þá var haldið í Uppeldisstöðina í Þorleifskoti þar sem skoðuð voru 12 naut úr 2000 árgangnum. Ákveðið var að eftirtalin naut yrðu send að Hvanneyri:

Nafn

Faðir

Móðir

Uppruni

Frestur

Smellur 92028

Fruma 504

Stóra-Ármóti, Hraungerðishr.

Vörður

Smellur 92028

Viska 211

Birnustöðum, Skeiðum

Ísbúri

Smellur 92028

Frágrá 125

Búrfelli, Ytri-Torfustaðhr.

Stafn

Skuggi 92025

Auðhumla 396

Oddgeirshólum, Hraungerðishr.

Kósi

Smellur 92028

Gullbrá 142

Svertingsstöðum, Eyjafirði

Þúsi

Tjakkur 92022

Gifta 203

Eystra-Hrauni, Skaftárhr.

Júdas

Smellur 92028

Blökk 194

Syðri-Knarrartungu, Breiðuvík

Gosi

Smellur 92028

Daða 184

Fjalli, Skeiðum


Ákveðið að bíða með ákvörðun með Prins þar sem móðir hans er undan óreyndu nauti og hefur því enn ekki nægjanlega áreiðanlegt kynbótmat.

Ákveðið var að fella eftirfarandi naut:

Nafn og uppruni

Ástæða

Greinir frá Ytri-Tjörnum, Eyjafirði

Ákveðið á síðasta fundi.

Haukur frá Haukholtum, Hrunamannahr.

Of lágt kynbótamat móður

Pakki frá Norðurhjáleigu, Álftaveri

Ekki nægilega fallegur

Drellir frá Svertingsstöðum, Eyjafirði

Of lág spenaeinkunn móður

Ljómi frá Skipholti III, Hrunamannahr.

Stórir hníflar (horn)

Vísir frá Selalæk, Rangárvöllum

Stórir hníflar (horn)


Ekki fleira gert og fundi slitið um kl. 17.00.

Guðmundur Jóhannesson