Beint í efni

Ræktunarnefnd – 1. fundur 2001

22.02.2001

Fundargerð 22. febrúar 2001


Fundurinn var haldinn í fundarsal Búnaðarsambands Suðurlands og hófst kl. 10.50. Mættir voru Jón Viðar Jónmundsson, formaður, sem stýrði fundi, Guðlaugur Antonsson, Egill Sigurðsson, Friðrik Jónsson, Guðmundur Steindórsson, Sigurmundur Guðbjörnsson, Sveinn Sigurmundsson og Guðmundur Jóhannesson er ritaði fundargerð.

1. Fundarsetning.
Formaður, Jón Viðar Jónmundsson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna til hans.

2. Fundargerð síðasta fundar.
Fundargerð síðasta fundar samþykkt án athugasemda.

3. Skýrslur frá Nautastöðinni.
Guðlaugur dreifði yfirliti yfir naut sem slátrað var á árinu 2000. Flokkun var góð og gat Guðlaugur þess að Hræsingur 98046 frá Þverlæk væri þyngsta naut sem farið hefði frá stöðinni í hans tíð.
Frá síðasta fundi hafa eftirtalin naut verið felld:

Nafn og nr.
Felldur,
dags.
Aldur
í mán.
Fall,
kg.
Flokkun
Sveppur 98035
10.11.2000
26
229
UNI A
Boði 98045
10.11.2000
25
245
UNI A
Lómur 98039
10.11.2000
25
231
UNI A
Umbi 98036
28.11.2000
27
255
UNI A
Kjói 98038
28.11.2000
26
232
UNI A
Kani 99024
28.11.2000
16
150
UNI M+
Príor 98042
28.12.2000
27
268
UNI A
Hræsingur 98046
28.12.2000
26
297
UNI A
Þrasi 98052
28.12.2000
25
227
UNI A
Blíður 99017
28.12.2000
20
207
UNI A

Alls var því slátrað 38 nautum á árinu 2000 og þar af fóru 24 í UNI A, 10 í UNI M+ og 4 í UNI M. Af þeim nautum sem fóru í M+ og M flokka voru 8 innan við 20 mánaða.
Guðlaugur dreifði yfirliti yfir þau naut sem flutt voru að Hvanneyri á árinu 2000 og framgang þeirra. Alls voru 39 naut flutt að Hvanneyri á árinu og þar af gáfu 27 nothæft sæði. Hinir 12 ýmist stukku ekki, gáfu ónothæft sæði auk þess sem einn var felldur vegna skapsmuna.
Yfirliti yfir sæðisbirgðir úr ungnautum var dreift. Útsendingu er lokið úr nautum f. ´98 og fyrstu nautum f. ´99. Í dreifingu eru núna; Mímir 99007, Þollur 99008, Kátur 99012, Spuni 99014, Viti 99016, Hilmir 99021, Duggari 99022, Kollur 99025, Rökkvi 99026, Tinni 99027, Örvar 99028, Ótti 99029, Kofri 99030, Oddi 99034 og Gangandi 99035. Útsendingu er nánast lokið úr þeim fjórum fyrsttöldu en nýhafin úr þeim fjórum síðasttöldu. Þá líður ekki á löngu þar til útsending hefst úr Þverhaus 99036, Læk 99038, Potti 99041 og Trandli 99042.
Endanlegt uppgjör á útsendu sæði árið 2000 liggur fyrir. Alls voru sendir út 49.614 skammtar sem er aðeins 70 skömmtum minna en árið áður. Skipting útsends sæðis var eftirfarandi:

Reynd naut
50,38%
Ungnaut
44,25%
Holdanaut
5,37%

Mest var sent út úr eftirtöldum nautum; Smellur 92028 (2.912 sk.), Tjakkur 92022 (2.571 sk.) og Klerkur 93021 (1.939 sk.). Úr öðrum nautum var sent mun minna.

Guðlaugur dreifði yfirliti um útsent sæði það sem af er þessa árs. Mikil ásókn virðist vera í nautin f. ´94 og eins hefur allnokkuð verið sent úr Klerki 93021. Sæði úr þeim Smelli 92028 og Tjakki 92022 er uppurið.

Farið var yfir birgðir af holdasæði miðað við 21. febrúar 2001. Til eru 27.429 skammtar af Angus, 35.518 sk. af Limousine og 14.928 sk. af Galloway. Ef tekið er mið af notkun síðasta árs eru þetta birgðir til 18 ára af Angus, 37 ára af Limousine og 65 ára af Galloway.

Guðlaugur fór yfir sæðisbirgðir úr nautum fæddum 1988-94. Tjakkur 92022 og Smellur 92028 eru búnir eins og áður sagði. Ástæða er til að vekja athygli á að úr Völsungi 94006 er til mun minna sæði en öðrum úr þessum árgangi eða rúmlega 2.800 skammtar samanborið við um 4.800 sk. úr flestum hinna.

Guðlaugur fór í örfáum orðum yfir rekstur Nautastöðvarinnar á nýliðnu ári en rekstrarreikningur er í vinnslu hjá endurskoðanda sem stendur. Hann sagði reksturinn hafa gengið vel og hagnað líklega um 1,5 milljónir kr. Vegna fækkunar kúa og hækkunar á rekstrarvörum verður þó að hækka sæði eitthvað. Þá væri alveg ljóst að viðhaldskostnaður yrði nokkur á þessu ári en hefði ekki verið neinn á síðasta.

Guðlaugur vakti einnig athygli fundarmanna á því að á nautgriparæktarvef BÍ væri nú að finna lista yfir naut í útsendingu á hverjum tíma, ungnaut o.fl. Til stæði að hann sæi um uppfærslur og þannig ætti ávallt að vera um nýjustu upplýsingar að ræða.

Nokkuð var rætt um útgáfu Nautaskráarinnar sem nú verður í lit. Vonir standa til að hún komi út upp úr mánaðamótum feb/mars.

Að síðustu sagði Guðlaugur að niðurstöður sæðinga síðasta árs lægju ekki fyrir enn. Það sem fyrir liggur bendir þó til þess að útkoma ársins sé fremur góð. Rétt er að taka fram að vegna aukins fjölda sæðinga í nóvember og desember ráða þeir mánuðir orðið verulegu um heildarárangur ársins sem liggur þá aldrei endanlega fyrir fyrr en í mars.

4. Uppeldisstöðin.
Á stöðinni eru 45 kálfar í dag og hittist þannig á að þar er um 2000 árganginn að ræða eins og hann leggur sig. Búið er að farga 3 kálfum úr árgangnum þannig að alls voru teknir 48 kálfar af þeim árgangi á stöðina.
Skipting þeirra milli héraða er eftirfarandi:

Suðurland
28
62%
Eyjafjörður
10
23%
Vesturland
4
9%
Þingeyjasýslur
2
4%
Húnavatnssýslur
1
2%

Núlifandi naut f. 2000 og tekin voru á Uppeldisstöðina skiptast þannig á feður:

Stúfur 90035
1
Negri 91002
1
Hljómur 91012
1
Skjöldur 91022
1
Tjakkur 92022
12
Skuggi 92025
10
Smellur 92028
19

5. Skýrsluhaldið.
Jón Viðar dreifði yfirliti yfir niðurstöður skýrsluhald síðasta árs. Alls voru 816 bú á skýrslu og skýrslufærðar kýr voru 29.509. Árskúm fækkaði nokkuð eða í 20.790. Afurðaaukningin var 80 kg milli ára og meðalafurðir því 4.657 kg/árskú. Mestar eru afurðir í A-Skaftafellssýslu eða 5.044 kg/árskú og Skagafirði 4.910 kg/árskú.
Þá fóru 3 bú yfir 7.000 kg mjólkur eftir árskú; Baldursheimur í Mývatnssveit (7.116 kg), Birtingaholt I í Hrunamannahreppi (7.094 kg) og M-Hattadalur í Súðavíkurhreppi (7.079 kg).
Afurðahæstu kýr ársins voru Skrauta 060, M-Hattadal undan Snarfara 93018 með 12.267 kg mjólkur, Skræpa 252 í Stóru-Hildisey II undan Daða 87003 með 11.519 kg og Nína 149 í Leirulækjarseli undan Andvara 87014 með 10.722 kg.

Nokkur umræða varð um áreiðanleika skýrsluhaldsins. Ekki þótti mönnum ástæða til þess að vantreysta þessum upplýsingum út frá samanburði við innleggstölur. Guðmundur og Sveinn sögðu að á Suðurlandi væri alltaf farið yfir þetta við áramótauppgjör og þessi munur hefði t.d. verið 11% á 30 afurðahæstu búunum á Suðurlandi árið 2000. Það hættulegasta við rangfærslur á nythæð er það ef menn eru að færa milli gripa og skekkja þannig grunninn að kynbótamatinu. Sem betur fer má ætla að þetta sé nánast óþekkt hérlendis.

6. Afkvæmadómur nauta f. ´94.
Jón Viðar dreifði yfirliti yfir kynbótaeinkunnir nauta. Rætt var um hvort breyta ætti innbyrðis vægi einstakra þátta í heildareinkunn nauta. Ekki talin ástæða til þess að svo stöddu sérstaklega með hliðsjón af því að innan fárra ára yrði mögulegt að byggja upp kynbótaeinkunn fyrir endingu. Þar komi inn mat á eiginleikum eins og frjósemi, mjöltum, skapi og júgurhreysti. Hins vegar var rætt um að finna betri mælikvarða á frjósemi, en í dag er hún metin út frá bili milli burða. Það er þó ljóst að bil milli burða eitt og sér gefur ekki alrétta mynd af frjósemi nautgripa við núverandi framleiðsluumhverfi.

Egill velti upp hvort fóðrun kvígna í uppeldi hefði áhrif á byggingu, t.d. hve háfættar þær yrðu. Jón Viðar sagði fóðrun hafa tiltölulega lítil áhrif á þætti eins og lengd fótleggja. Í búfé væru áhrif erfða mest á stoðkerfi (beinvef) líkamans og minnst á fituvef þar sem umhverfið spilaði orðið hvað mest inní.

Nautaárgangurinn ´94 kemur með ólíkindum vel út. Af 10 efstu nautum í heildareinkunn eru 6 fædd ´94 og af 20 efstu eru 10 fædd ´94. Kynbótamatið er nú lægra en í fyrra þar sem viðmiðunarárgangurinn er nú ´95 í stað ´90 áður og þýðir það u.þ.b. 5 stigum lægra kynbótamat á öllum gripum en áður.

Jón Viðar dreifði niðurstöðum mælinga og kvíguskoðunar á dætrum nauta f. ´94. Að því loknu var tekin ákvörðun um dóm nautanna.

C-dóm og þar með öllu sæði hent hlutu: Óðinn 94012, Fengur 94015, Glaður 94018, Spakur 94021 og Steinn 94027.

B-dóm eða til notkunar sem kýrfeður hlutu: Sokki 94003, Klaki 94005, Hamar 94009, Skyggnir 94010, Tvinni 94011, Pinkill 94013, Vestri 94014, Sveipur 94016, Búri 94019, Drómi 94025, Prúður 94030, Galsi 94034 og Breiði 94037.

A-dóm eða til notkunar sem nautsfeður hlutu: Völsungur 94006, Kaðall 94017, Frískur 94026 og Punktur 94032.
Auk þess kemur til greina að taka nautkálfa undan Búra 94019, Pinkli 94013, Sokka 94003 og Galsa 94034 haustið 2001 þar sem ljóst er að þessi naut hafa verið notuð á einhverjar nautsmæður í vetur áður en afkvæmadómur varð ljós.

Besta naut árgangsins ´94 dæmist Kaðall 94017 frá Miklagarði í Saurbæ.

7. Nautaskrá 2001.
Farið var yfir hvaða naut ætti að setja í nautaskrá þessa árs. Ákveðið að eftirtalin naut yrðu í skrá: Forseti 90016, Negri 91002, Bætir 91034, Skuggi 92025, Tengill 92026, Klerkur 93021, Blakkur 93026, Sokki 94003, Klaki 94005, Völsungur 94006, Hamar 94009, Pinkill 94013, Vestri 94014, Sveipur 94016, Kaðall 94017, Búri 94019, Drómi 94025, Frískur 94026, Punktur 94032, Galsi 94034 og Breiði 94037.

Þá verður að sjálfsögðu hægt að sérpanta sæði úr öllum þeim nautum sem hlotið hafa B-dóm og til er sæði úr.

8. Nautsmæðravalið.
Rætt hvernig bæta eigi nautsmæðravalið en of lítið berst eins og áður af nautkálfum undan ungum kúm.
Ákveðið að stefna að því að;
· fá meira af kálfum undan yngri kúm,
· senda út lista yfir kvígur með 120 eða hærra í kynbótamat og
· reyna að fá fleiri efnilegar kvígur sæddar.

9. Ræktunarkjarninn.
Sveinn dreifði yfirliti með gripum í ræktunarkjarnanum á Stóra-Ármóti í dag. Alls eru þetta 35 gripir. Sveinn renndi yfir sögu kjarnans og gripina í stuttu máli.
Jón Viðar velti upp hvort hluti þess fjármagns sem landbúnaðarráðherra ætlar í ræktun á íslensku kúnni væri ekki vel varið í fósturvísaflutninga í tengslum við ræktunarkjarnann. Fundarmenn töldu að svo væri.
Ákveðið að Jón Viðar, Guðmundur og Sveinn setji upp áætlun fyrir ræktunarkjarnann í samráði við Grétar Hrafn, tilraunastjóra á Stóra-Ármóti, og Þorstein Ólafsson. Í framhaldinu verði sótt um hluta af því fjármagni sem landbúnaðarráðherra ætlar til ræktunarátaks.

10. Önnur mál.
Jón Viðar dreifði uppkasti að skýrslu um athugun á kálfadauða í íslenska kúastofninum sem unnin er af Baldri Helga Benjamínssyni. Út frá þeirri athugun bendir flest til að ein af hugsanlegum orsökum kálfadauða sé fremur væg skyldleikarækt. Ekki var hægt að greina neinn mun milli landshluta í gögnunum. Einnig er ekki hægt að útiloka selen-skort að svo komnu máli en hann er þá greinilegur um allt land, ekki staðbundinn.

Útflutningur á erfðaefni. Borist hefur fyrirspurn frá Susan Mongold í Montana í Bandaríkjunum um kaup á nautasæði og/eða fósturvísum. Fundarmenn töldu ekkert því til fyrirstöðu af okkar hálfu ef hún hefði öll tilskilin leyfi og við gætum uppfyllt öll skilyrði. Guðmundur verði í sambandi við hana varðandi málið.

11. Val nauta á Uppeldisstöðinni.
Þá var haldið í Uppeldisstöðina í Þorleifskoti þar sem skoðuð voru 19 naut úr 2000 árgangnum. Ákveðið að eftirtalin naut verði send að Hvanneyri:

Nafn og nr. Faðir Móðir Uppruni
Guffi 00002 Tjakkur 92022 Ausa 300 Garðsá, Eyjafjarðarsveit
Strokkur 00003 Smellur 92028 Búkolla 179 Þúfu, V-Landeyjum
Klakkur 00004 Tjakkur 92022 Skessa 127 Hátúni, Skaftárhreppi
Klossi 00005 Tjakkur 92022 Frigg 127 Túnsbergi, Hrunamannahreppi
Þumall 00006 Skjöldur 91022 Orka 248 Skipholti III, Hrunamannahreppi
Ómur 00007 Hljómur 91012 Doppulína 221 Baldursheimi, Arnarneshreppi
Viðauki 00008 Smellur 92028 Dumba 619 Svalbarði, Svalbarðsströnd
Gikkur 00009 Tjakkur 92022 Skytta 108 Hamri, Gaulverjabæjarhreppi
Laski 00010 Smellur 92028 Lubba 177 Dalbæ I, Hrunamannahreppi
Karri 00011 Skuggi 92025 Rjúpa 268 Halllandi, Svalbarðsströnd
Golli 00012 Smellur 92028 Brúða 311 Garðsá, Eyjafjarðarsveit
Ísidór 00014 Skuggi 92025 Sunna 042 Ísólfsstöðum, Tjörnesi
Kistill 00017 Tjakkur 92022 Mása 167 Bryðjuholti, Hrunamannahreppi
Fóstri 00018 Tjakkur 92022 Nóra 272 Efri-Gegnishólum, Gaulverjab.hr.

Ákveðið að fella eftirfarandi naut:
Nafn, nr. og uppruni Ástæða
Fljóti frá Fljótshólum, Gaulverjabæjarhr. Ekki fallegur, lágfættur
Goði frá Birtingaholti IV, Hrunamannahr. Stórhníflóttur
Hjalli frá Hjallanesi 2, Landsveit Of lágt kynbótamat móður
Hæll frá Hæli, Gnúpverjahreppi Alltof smár – lítill vöxtur
Feldur frá Syðri-Gegnishólum, Gaulverjabæjarhr. Stórhníflóttur


Ekki fleira gert og fundi slitið um kl. 17.00.

Guðmundur Jóhannesson