Beint í efni

Ræktunarnefnd – 2. fundur 2000

09.08.2000

 

Fundargerð 9. ágúst 2000


Fundurinn var haldinn í fundarsal Búnaðarsambands Suðurlands og hófst um kl. 10.45. Mættir voru Jón Viðar Jónmundsson, formaður , sem stýrði fundi, Guðlaugur Antonsson, Jón Gíslason, Friðrik Jónsson, Sigurmundur Guðbjörnsson, Guðmundur Steindórsson, Sveinn Sigurmundsson og Guðmundur Jóhannesson er ritaði fundargerð.

1. Fundargerð síðasta fundar.
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt án athugasemda.

2. Skýrslur frá Nautastöðinni.
Guðlaugur dreifði yfirlitum um árangur sæðinga ársins 1999. Árangurinn batnaði milli ára og endaði í 72% sem er um 1% betra en á fyrra ári. Guðlaugur minntist á námskeið fyrir frjótækna sem haldið var á Selfossi s.l. vor. Tíu sóttu námskeiðið og 6 stóðust próf án athugasemda, 3 með skilyrði um meiri æfingu og 1 stóðst ekki kröfur. Þá var einnig námskeið fyrir starfandi frjótækna sem 6 frjótæknar sóttu. Aðalleiðbeinandi á báðum þessum námskeiðum var Þorsteinn Ólafsson.
Dreift var yfirliti yfir útsent sæði og eru 33.902 skammtar farnir á árinu. Skipting þess er þannig að 49,26% er úr reyndum nautum, 45,24% úr óreyndum og 5,50% úr holdanautum. Guðlaugur dreifði jafnframt yfirliti yfir sæðisbirgðir.
Guðlaugur fór yfir hvaða naut hafa verið flutt að Hvanneyri á árinu. Eftirtalin naut hafa verið felld án þess að gefa sæði (ástæða innan sviga): Depill 98041 (ónothæft sæði), Trostan 98044 (stökk ekki), Kaleikur 98048 (ónothæft sæði), Laukur 99005 (illur/styggur).
Frá síðasta fundi hafa eftirtalin naut verið felld:

Nafn og nr.

Felldur dags.

Aldur í mán.

Fall, kg.

Flokkun

Brúsi 97035

03.04.2000

29

222

UNI M+

Tígull 97036

03.04.2000

29

263

UNI A

Tumi 97039

03.04.2000

28

253

UNI A

Gísl 98013

03.04.2000

24

254

UNI A

Trostan 98044

03.04.2000

18

196

UNI M+

Vagn 98007

26.05.2000

28

262

UNI A

Sóli 98017

26.05.2000

25

242

UNI A

Söðull 98019

26.05.2000

25

233

UNI A

Vogur 98025

26.05.2000

23

231

UNI M+

Depill 98041

26.05.2000

20

201

UNI M+

Kaleikur 98048

26.05.2000

18

168

UNI M

Glanni 98026

30.06.2000

24

235

UNI A

Laukur 99005

30.06.2000

16

160

UNI M

Barði 98016

21.07.2000

27

277

UNI A

Fontur 98027

21.07.2000

24

254

UNI A

Leggur 98032

21.07.2000

23

221

UNI M+


Sæðistaka hefur gengið vel á þessu ári og nú þegar er búið að taka um 5 þús. skömmtum meira en á sama tíma í fyrra.

Fram kom að afleysingamaður í sumar hefur verið Pétur Halldórsson sem er við nám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.

3. Skýrslur frá Uppeldisstöðinni.
Jón Viðar dreifði yfirliti um gripi í uppeldi. Í uppeldi eru 48 nautkálfar, þar af helmingur eða 24 fæddir 2000. Jón Viðar nefndi að óðum styttist í að 1.000 kálfurinn verði tekinn á Uppeldisstöðina og í tilefni af því væri kjörið að brydda upp á einhverju. Um það eru þó engar fastmótaðar hugmyndir að svo stöddu.

Flestir kálfanna f. 2000 eru undan Smelli 92028 en annars er skipting á feður eftirfarandi:

Stúfur 90035

1

Negri 91002

1

Hljómur 91012

1

Skjöldur 91022

1

Beri 91021

1

Tjakkur 92022

7

Skuggi 92025

2

Smellur 92028

10


4. Skýrsluhaldið.
Skýrsluhöldurum fækkar í samræmi við fækkun mjólkurframleiðenda. Skýrsluhald með forritinu ÍSKÝR virðist komið í mjög gott lag. Nú þegar eru nokkrir tugir bænda með forritið í notkun.

5. Kúaskoðun.
Hátt í 2 þús. kýr voru skoðaðar í vor en í fyrsta skipti var dómurum fjölgað enda á að reyna að dæma allar eða flestar ungar kýr og kvígur. Samræmi milli dómara er mjög gott. Þá er greinilegt að í dóm nást stórir afkvæmahópar undan nautunum f. ´94.
Ætlunin er að bændur fái dóm kúnna senda frá og með dómum þessa árs.

6. Innflutningsmál.
Jón Viðar dreifði afritum af umsögnum ýmissa aðila varðandi tilraunainnflutning á fósturvísum úr NRF-kúm. Jón Viðar fór lauslega yfir umsagnirnar og sagði það síðan heyra undir ræktunarhópinn að segja til um hvaða eiginleika bæri að leggja áherslu á við val á fósturvísum.
Á fundi hópsins 12. mars 1999 var eftirfarandi bókað um málið:

„Fagráð L.K. hefur beint þeim tilmælum til starfshóps um ræktunarmál að gera tillögur um þá þætti sem leggja beri áherslur á ef til leyfis á tilraunainnflutningi kemur.
Eftirfarandi atriði eru lögð til.
1. Velja frekar kollótta gripi.
2. Horfa frá mikilli stærð.
3. Velja gripi yfir meðaltali í próteinhlutfalli.
Við valið yrði vægi á einstaka eiginleika; Próteinmagn 30%, júgur og spenagerð 20%, skap 10%, frjósemi 10%, og júgurbólgan fengi 30% vægi.“

Ákveðið að breyta þessum áhersluþáttum þannig að vægi júgur- og spenagerðar verði 25% og á móti lækki skap í 5%. Annað standi óbreytt. Ræktunarhópurinn leggur þannig til að við val á fósturvísum verði:

1. Frekast valdir kollóttir gripir.
2. Horft frá mikilli stærð.
3. Valdir gripir yfir meðaltali í próteinhlutfalli.

Við valið verði vægi einstakra eiginileika: Próteinmagn 30%, júgur- og spenagerð 25%, skap 5%, frjósemi 10% og júgurbólga 30%.

7. Önnur mál.
Jón Viðar minntist á þær breytingar sem eru að verða í ræktunarstarfi á Norðurlöndum þar sem virðist stefna í sameiginlegan rekstur á sæðingastarfsemi og vinnslu kynbótamats.

Jón Viðar dreifði yfirliti um fjölda jarða með mjólkurframleiðslu og meðalframleiðslu á hverri jörð. Þar kemur fram að fjöldi mjólkurframleiðenda er nú 1.019 og verður án efa kominn niður fyrir 1.000 fyrir áramót. Verðlagsárið 1984/85 voru mjólkurframeiðendur á landinu 1.803 og meðalframleiðsla 62 þús. lítrar. Í dag er meðalframleiðsla á bú um 100 þús. lítrar. Stækkunin er því 61% á þessum 15 árum. Búin eru stærst í Eyjafirði og síðan í Skagafirði og á Rangárvöllum. Stórum sérhæfðum kúabúum er að fjölga mjög.

Aðeins var rætt um kúasýningu sem Búnaðarsamband Suðurlands stendur fyrir þann 26. ágúst n.k. í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli í Ölfusi.

8. Val á nautum á Uppeldisstöðinni.
Þessu næst var haldið á Uppeldisstöðina í Þorleifskoti þar sem 11 naut voru skoðuð. Ákveðið að fella Krulla 99019 frá Voðmúlastöðum og Sand 99023 frá Litlu-Sandvík. Hin nautin 9 fari að Hvanneyri:

Nafn og nr.

Faðir

Móðir

Uppruni

Viti 99016

Hljómur 91012

Buna 111

Hundastapa, Borgarbyggð

Blíður 99017

Tuddi 90023

Blíða 322

Þórisstöðum, Svalbarðsströnd

Hilmir 99021

Skjöldur 91022

Skotta 117

Stekkjarvöllum, Snæfellsbæ

Duggari 99022

Skjöldur 91022

Skoruvík 241

Böðmóðsstöðum, Laugardal

Kani 99024

Tuddi 90023

Suga 253

Ytri-Skógum, A-Eyjafjöllum

Kollur 90025

Þyrnir 89001

Framtíð 111

Skollagróf, Hrunamannahreppi

Rökkvi 99026

Negri 91002

Kvöldrós 431

Stóra-Ármóti, Hraungerðishreppi

Tinni 99027

Negri 91002

Daða 184

Fjalli, Skeiðum

Örvar 99028

Almar 90019

Ör 253

Lambhaga, Rangárvöllum


Af yngri kálfum var ákveðið að fella þá Sólbera frá Skipholti III, Asa frá Þverlæk , Völl frá Syðra-Velli, Grjóta frá Bryðjuholti og Kastró frá Miðfelli IV. Kastró verður felldur v/slyss en hinir flestir vegna horna/stórra hnífla.

Jón Viðar nefndi í framhjáhlaupi að nafngiftir nauta væru orðnar að vísindagrein við Háskóla Íslands.

Fleira ekki gert og fundi slitið um kl. 16.00.

Guðmundur Jóhannesson