Beint í efni

Ræktunarmaður/menn ársins 2012

16.10.2012

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú/ræktendur sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands ræktunarmaður/menn ársins. Valið stóð á milli 74 búa sem náð höfðu athygliverðum árangri á árinu. Ákveðið var að tilnefna 13 bú/ræktendur sem hljóta munu viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2012 sem haldin verður í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ laugardaginn 17. nóvember næstkomandi. Á ráðstefnunni munu sigurlaunin verða afhent ræktunarmönnum ársins.

Í stafrófsröð eru tilnefnd bú:
1. Auðsholtshjáleiga, Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og börn.
2. Berg, Jón Bjarni Þorvarðarson og Anna Dóra Markúsdóttir.
3. Blesastaðir 1A, Magnús Trausti Svavarsson og Hólmfríður Birna Björnsdóttir.
4. Eystra-Fróðholt, Ársæll Jónsson og Anna Fía Finnsdóttir.
5. Hlemmiskeið 3, Árni Svavarsson og Inga Birna Ingólfsdóttir.
6. Hrossaræktarbúið Fet, Karl Emil Wernersson.
7. Kvistir, Günter Weber og Kristjón Kristjánsson.
8. Lækjarbotnar, Guðlaugur H. Kristmundsson og Jónína Hrönn Þórðardóttir.
9. Prestsbakki, Jón Jónsson og Ólafur Oddsson.
10. Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir.
11. Skrúður, Sigfús Jónsson og Ragnhildur Guðnadóttir.
12. Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble.
13. Ytra-Vallholt, Björn Grétar Friðriksson og Harpa H. Hafsteinsdóttir.

f.h. fagráðs í hrossarækt.
Guðlaugur V. Antonsson.
Hrossaræktarráðunautur BÍ.