Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ræktunaráherslur í nokkrum kúastofnum

13.02.2008

Hér á naut.is hafa verið mjög líflegar umræður um ræktunarstarfið að undanförnu. Hafa komið fram hugmyndir að breyttum áherslum á einstaka eiginleika í því sambandi. Í töflunni hér að neðan er að finna áherslur í ræktunarstarfi á svartskjöldóttu kúnum í nokkrum löndum, NRF í Noregi og áherslurnar eins og þær eru hér á landi í dag, og hvernig þær voru árið 2003.

Eiginleiki Bandaríkin Þýskaland Nýja-Sjáland Holland Bretland Danmörk Noregur Ísland (2008) Ísland (2003)
Próteinmagn (afurðir) 36 45 42 35 57 22 24 37 48
Fitumagn 21 11 13 8 11 5
Mjólkurmagn 5 -22 -14 -19 -5
Próteinhlutfall 7 7
Ending 14 6 10 12 15 6 8 8
Frumutala (mótstaða gegn júgurb.) 9 14 11 14 22 8 8
Frjósemi 4 7 8 15 8 4
Aðrir sjúkdómar 2 3
Júgur 7 8 8 15 8 12*
Spenar 8
Fætur 4 3 3 5 6
Stærð -4 2 -13
„Mjólkurlegni“ (e. Dairy character) 3
Malir
Útlitseinkunn 3 2
Burðarerfiðleikar 10 6 1
Vaxtarhraði (kjötsöfnun) 4 9
Skap 2 4 8 4
Lífsþróttur kálfa 6 1
Mjaltir 6 8 9

* Vægi júgurs og spena var alls 12% árið 2003 

 

Um þessa töflu má hafa mörg orð. Ljóst er þó að Noregur og Danmörk skera sig úr hvað varðar áherslur á mótstöðu gegn sjúkdómum, enda er ræktunarstarf á Norðurlöndunum sér á parti hvað það varðar á heimsvísu.

 

Eins og margir þekkja hafa mjólkurmagn og próteinhlutfall neikvætt erfðasamhengi. Til að sporna við að mjólkin verði þynnri og þynnri með aukinni áherslu á afkastagetu má því hafa neikvætt vægi á mjólkurmagni eins og flestar þjóðir gera, eða leggja sérstaka áherslu á próteinhlutfallið eins og gert er hér á landi. Útkoman er sú sama; meira próteinmagn (afurðir) með lítt breyttu próteinhlutfalli.

 

Þá má sjá að á undanförnum árum hefur minni áhersla verið lögð á afurðir hér á landi, en aukin vigt hefur verið lögð á skap og frjósemi.