Ræktunaráherslur í nokkrum kúastofnum
13.02.2008
Hér á naut.is hafa verið mjög líflegar umræður um ræktunarstarfið að undanförnu. Hafa komið fram hugmyndir að breyttum áherslum á einstaka eiginleika í því sambandi. Í töflunni hér að neðan er að finna áherslur í ræktunarstarfi á svartskjöldóttu kúnum í nokkrum löndum, NRF í Noregi og áherslurnar eins og þær eru hér á landi í dag, og hvernig þær voru árið 2003.
Eiginleiki | Bandaríkin | Þýskaland | Nýja-Sjáland | Holland | Bretland | Danmörk | Noregur | Ísland (2008) | Ísland (2003) |
Próteinmagn (afurðir) | 36 | 45 | 42 | 35 | 57 | 22 | 24 | 37 | 48 |
Fitumagn | 21 | 11 | 13 | 8 | 11 | 5 | |||
Mjólkurmagn | 5 | -22 | -14 | -19 | -5 | ||||
Próteinhlutfall | 7 | 7 | |||||||
Ending | 14 | 6 | 10 | 12 | 15 | 6 | 8 | 8 | |
Frumutala (mótstaða gegn júgurb.) | 9 | 14 | 11 | 14 | 22 | 8 | 8 | ||
Frjósemi | 4 | 7 | 8 | 15 | 8 | 4 | |||
Aðrir sjúkdómar | 2 | 3 | |||||||
Júgur | 7 | 8 | 8 | 15 | 8 | 12* | |||
Spenar | 8 | ||||||||
Fætur | 4 | 3 | 3 | 5 | 6 | ||||
Stærð | -4 | 2 | -13 | ||||||
„Mjólkurlegni“ (e. Dairy character) | 3 | ||||||||
Malir | |||||||||
Útlitseinkunn | 3 | 2 | |||||||
Burðarerfiðleikar | 10 | 6 | 1 | ||||||
Vaxtarhraði (kjötsöfnun) | 4 | 9 | |||||||
Skap | 2 | 4 | 8 | 4 | |||||
Lífsþróttur kálfa | 6 | 1 | |||||||
Mjaltir | 6 | 8 | 9 |
* Vægi júgurs og spena var alls 12% árið 2003
Um þessa töflu má hafa mörg orð. Ljóst er þó að Noregur og Danmörk skera sig úr hvað varðar áherslur á mótstöðu gegn sjúkdómum, enda er ræktunarstarf á Norðurlöndunum sér á parti hvað það varðar á heimsvísu.
Eins og margir þekkja hafa mjólkurmagn og próteinhlutfall neikvætt erfðasamhengi. Til að sporna við að mjólkin verði þynnri og þynnri með aukinni áherslu á afkastagetu má því hafa neikvætt vægi á mjólkurmagni eins og flestar þjóðir gera, eða leggja sérstaka áherslu á próteinhlutfallið eins og gert er hér á landi. Útkoman er sú sama; meira próteinmagn (afurðir) með lítt breyttu próteinhlutfalli.
Þá má sjá að á undanförnum árum hefur minni áhersla verið lögð á afurðir hér á landi, en aukin vigt hefur verið lögð á skap og frjósemi.