
Ræktun á kjöti
12.06.2017
Hér á landi er stundum talað um risabú sem verksmiðjubú en nú kann svo að vera að breyta þurfi því hugtaki því í Rússlandi hefur nú verið byggð verksmiðja sem á að rækta kjöt í tilraunaglösum! Við höfum svo sem áður greint frá hugmyndum sem þessum frá ýmsum löndum en hér er líklega komin fyrsta raunverulega verksmiðjan sem mun framleiða kjöt í tilraunaglösum, en til þessa hefur aðallega verið um að ræða ræktunartilraunir á tilraunastofum.
Samkvæmt erlendum fjölmiðlum tókst að framleiða í þessari verksmiðju, sem er í Moskvu, 10 grömm af kjöti á einum mánuði. Vissulega ekki mikið magn og enn sem komið er, er framleiðslan einungis í tilraunaskyni og er þetta kjöt ekki hæft til neyslu. Næstu árin verða gerðar frekari ræktunartilraunir og samkvæmt áætlun Rússa er gert ráð fyrir að ná því að gera kjötið neysluhæft eftir 2-3 ár og í framhaldi þess mun raunveruleg framleiðsla hefjast. Það verður þó ekki fyrr en eftir áratug eða svo er kjöt, sem er framleitt með þessum hætti, verður sett á markað að einhverju gagni svo það er ekki ástæða til þess að óttast samkeppnina frá þessum verksmiðjum í bráð/SS.