Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ræktum okkar land – Búnaðarþing 2011

03.03.2011

Búnaðarþing verður sett sunnudaginn 6. mars í Súlnasal Hótels sögu kl. 13:30. "Ræktum okkar land" eru einkunnarorð setningarathafnarinnar en þar mun Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, halda setningarræðu. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpar þingið en þar á eftir hefst hátíðardagskrá. Góður gestur frá Noregi, Nils  T. Bjørke, formaður Norges bondelag verður viðstaddur og mun hann flytja kveðju norskra stéttarsystkina. Landbúnaðarverðlaun verða að venju afhent við upphaf Búnaðarþings. Bændur eru sérstaklega boðnir velkomnir á setningarathöfnina.

Að lokinni hátíðardagskrá funda búnaðarþingsfulltrúar og skipað verður í starfsnefndir. Þingstörf hefjast svo snemma á mánudagsmorgni en hér á vefnum verður fylgst með framgangi mála.

Fjöldi mála liggur fyrir þinginu en það stendur yfir fram á miðvikudag.