Beint í efni

Ráðunautafundur: Leiðbeiningaþjónusta og eftirlit í landbúnaði til umræðu

08.03.2012

Nú stendur yfir tveggja daga ráðunautafundur í Bændahöllinni. Á fundinum koma saman ráðunautar búnaðarsambanda, starfsmenn BÍ og ýmsir tengdir aðilar og ræða þau mál sem efst eru á baugi. Umræða um leiðbeiningaþjónustuna er á dagskrá, eftirlit í landbúnaði og sérfundir sem tengjast búgreinunum ásamt fleiru. Ýmsir gestir koma á ráðunautafundinn, bæði sem fyrirlesarar og til þess að taka þátt í umræðum.

Á föstudag verður ráðunautafundurinn opinn almenningi eftir hádegi en þá verður haldin ráðstefna um orku og landbúnað. Nánar um dagskrá fundanna má skoða hér.



Ráðunautafundurinn í ár er settur á alþjóðlegum baráttudegi kvenna sem sækja mikið á í stétt ráðunauta.  Mynd/ TB