
Ráðunautafundur í dag – Fræðaþing á morgun
11.02.2009
Í dag, miðvikudag, er haldinn í Bændahöllinni árlegur fundur ráðunauta í landbúnaði en hann er undanfari Fræðaþings landbúnaðarins sem hefst á morgun, fimmtudag. Þingið hefst í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar kl. 9 með fyrirlestrum um þjóðhagslegan kostnað landbúnaðarkerfisins á Íslandi og tveimur erindum um landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins og hugsanleg áhrif hennar á íslenskan landbúnað. Eftir hádegi flyst þinghaldið í Bændahöllina og verða flutt fjölmörg erindi þar á fimmtudag og föstudag. Fræðaþinginu lýkur kl. 17 á föstudaginn kemur.
Dagskrá Fræðaþings má nálgast með því að smella hér.