
Ráðunautafundir í Bændahöll
17.02.2011
Dagana 17. – 18. febrúar funda ráðunautar í Bændahöllinni um sín faglegu málefni. Á dagskrá eru m.a. fyrirlestrar um fóðrun sauðfjár, dýraheilbrigði, ræktunarmálefni og rekstur búa. Dagarnir skiptast í málstofur þar sem rætt er um hvert fagsvið en einnig eru sameiginlegir fundir þar sem samþætting ráðgjafarþjónustunnar og starfsumhverfi hennar er til umfjöllunar.
Aðalfundur Félags íslenskra búfræðikandidata verður haldinn í lok fimmtudags kl. 16:00 á bókasafni BÍ.
Aðalfundur Félags íslenskra búfræðikandidata verður haldinn í lok fimmtudags kl. 16:00 á bókasafni BÍ.