
Ráðstefna um tækifæri í útflutningi og verðmætasköpun – veflægar upptökur
19.05.2015
Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland býður til opinnar ráðstefnu um tækifæri í útflutningi matvæla fimmtudaginn 21. maí á Hótel Sögu kl. 12:00-15:45. Meistarakokkar Grillsins munu í upphafi ráðstefnunnar reiða fram kræsingar úr íslensku hráefni. Keppendur í Ecotrophelia-keppninni, sem snýr að vistvænni nýsköpun matvæla, sýna hvað þeir hafa fram að bjóða.
Ráðstefnunni er ætlað að vekja athygli á tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar í matvælageiranum með útflutningi, miðla reynslu og hvetja þannig fleiri til að vinna með markvissum hætti að því að sækja á erlendan markað með matvælaafurðir.
Að samstarfinu standa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Bændasamtök Íslands, Íslandsstofa, Matís, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og fyrirtæki í þessum samtökum. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Útflutningur – til mikils að vinna.
Dagskrá:
Nýtum tækifærin – með skýra stefnu í farteskinu, Guðný Káradóttir, forstöðumaður sjávarútvegs og matvæla, Íslandsstofu - upptaka og glærur
Hvernig mætum við kröfum á erlendum markaði? Jón Georg Aðalsteinsson, stofnandi og einn af eigendum Ice-Co í Sviss - upptaka og glærur
Margföldun verðmæta til útflutnings, Hrönn Jörundsdóttir, verkefnastjóri og Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri, Matís -upptaka og glærur
Ávarp ráðherra - Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra - upptaka
Afhending verðlauna í keppninni Ecotrophelia: vistvæn nýsköpun matvæla - upptaka
Eftir kaffi - Reynslusögur úr ýmsum áttum - lykilárangursþættir og hindranir.
Garðar Stefánsson, framkvæmdastjóri Norðursalts - upptaka og glærur
Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri OmNom - upptaka og glærur
Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS - upptaka og glærur
Eygló Björk Ólafsdóttir, eigandi - Móðir Jörð - upptaka og glærur
Eva Sæland, sölu- og markaðsstjóri - Foss distillery - upptaka og glærur
Svavar Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sæmark - upptaka og glærur
Samantekt – Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI - upptaka