
Ráðstefna um neyslubreytingar og matvælaframleiðslu – MYNDBÖND
29.10.2019
þriðjudaginn 5. nóvember kl. 13.00-16.00 á Hótel Sögu.
Matvælalandið Ísland og Landbúnaðarklasinn standa fyrir ráðstefnu á Hótel Sögu um neyslubreytingar og áhrif þeirra á matvælaframleiðslu þriðjudaginn 5. nóvember næstkomandi. Fyrirlesarar koma úr ýmsum áttum en munu allir fjalla um það hvernig breytingar á neysluhegðun almennings og tæknibreytingar munu snerta matvælageirann í nánustu framtíð.
Dagskrá kl. 13.00:
Nálgast má upptöku af erindum með því að smella á heiti þeirra:
-
Hvað segja kannanir um neysluhegðun Íslendinga?
Friðrik Björnsson, viðskiptastjóri hjá Gallup
-
Sjálfbærnivæðing matvælakerfisins og tækifæri Íslands
Sigurður H. Markússon, Landsvirkjun/University of Cambridge
-
Challenges and Opportunities in the AgriFood Sector
Marit Sommerfelt Valseth, ráðgjafi hjá Innovasjon Norge
-
Hvað er handan við hornið?
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands
Hlé
-
Hvað vilja viðskiptavinir á morgun?
Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar
-
Matarvitund og þekking: hinn upplýsti neytandi eða áhrifavaldar sem ráða för?
Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands -
Matarsporið – kolefnisreiknir fyrir máltíðir
Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri hjá Eflu verkfræðistofu
-
Landnýting og breytt framtíð
Árni Bragason, forstjóri Landgræðslunnar
-
Má bjóða þér kakkalakkamjólk?
Elín M. Stefánsdóttir, stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar
Fundarstjóri: Finnbogi Magnússon, formaður Landbúnaðarklasans
Staður: Katla, Hótel Sögu, þriðjudagur 5. nóv. kl. 13.00-16.00
Landbúnaðarklasinn er samstarfsnet þeirra sem starfa í landbúnaði og tengdum greinum.
Matvælalandið Ísland er samstarfsvettvangur aðila sem starfa í matvælageiranum. Innan þess eru Samtök iðnaðarins, Bændasamtök Íslands, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Íslandsstofa, Matís, Samtök ferðaþjónustunnar, Háskóli Íslands og Matarauður Íslands.
Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis en krafist er skráningar hér undir.